Kirkjuritið - 01.07.1940, Side 27

Kirkjuritið - 01.07.1940, Side 27
Kirkjuritið. Prestastefnan. 267 ann um ])að, að trúin er ávalt, þegar amar að, hiff mikla athvarf vort — hiff skœra Ijós, að luin eigi afl, sem getur flutt fjöll lífs- örðugleikanna. Vér getum nú eins og ávalt fundið orðum vorum stað í reynslunni. ísland var umvafið vernd Guðs. Þegar aðrar þjóðir mistu hinar dýrmætustu eignir — mannslífin á hafinu — flutu íslenzku skipin um hættusvæðin, óskert og örugg. Það var eins og ósýnleg máttarhönd hægði tundurduflunum frá íslenzku skipunum, og árásarflugvélarnar forðuðust þau. Vér vitum ekki, hvað i vændum er. En eitt vitum vér, að á öllum tímum er trúin á hann og traustið til hans fyrir öllu. Vér vitum, að „í hendi Guðs er hver ein tíð, í hendi Guðs er alt vort stríð, hið minsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár. Nú, umfram alt, á presturinn erindi á prestastefnu lil ])ess að íhuga og ræða, hvað gera skal á þeim tímum, sem yfir standa, og á þeim tímum, sem í vændum eru. Til þess að ræða um það, hvernig vér bezt getum stutt einstaklinginn og ])jóðina i heild. Nú þurfum vér allir aff sameinmt um það, aff láta þjóff vora finna, aff kirkjan er til, aö hún á afl til aff mæta hverju, sem koma á, hversu skuggalegt og erfitt sem það kann aff verffa. Vér þurfum að minna þjóðina fastlega á að varðveita þjóð- erni sitt á komandi árum og öldum; varðveita og vernda sæmd sina og heiður; hvetja hana til þess að ganga á móti hinu ókomna með karlmensku, drenglyndi og í bjartri, harnslegri trú á drottin, hinn ástríka himneska föður, sem var vort athvarf frá kyni til kyns. Hingað komum vér til þess að styrkja trú vora, til þess að stæla krafta vora til átaka í framsóknar- og frelsisbaráttu þjóð- arinnar, andlegri og efnislegri. ísland þarfnast starfs okkar og krafta allra. Þjóð vor þarf á foringjum að halda, sem ganga á undan með ljós eilífrar trúar í hjarta. Verið velkomnir, elskulegu bræður! Kristur drottinn vor grætur í dag yfir syndum heimsins. Hann kallar í djúpri |)jáning kærleikans á lærisveina i þjónustu sína og líðandi mann- kyns, kallar á samhuga menn, sen) elska hann og vilja fórna sér fyrir málefni hans og hugsjónir. Samhuga allir bræður undir merki hans og i nafni hans. Starfsárið er liðið. Eitt enn. Tíminn þýtur áfram og ekkert nemur staðar. Sérhvert starfsár íslenzku kirkjunnar, sem leið, álti sínar mörgu minningar. Starfsmenn komu og fóru. í lok hvers starfstímabils er’ holt og gott að spyrja oss sjálfa: Hvað

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.