Kirkjuritið - 01.07.1940, Side 29

Kirkjuritið - 01.07.1940, Side 29
Kirkjuritið. Prestastefnan. 269 Eyvindarhólum, en t'ór þangað ekki. Veitingu fyrir Arnarbæli fékk hann 12. marz 1903, og þjónaði því prestakalli æ síðan. Hefir hann þannig starfað sem prestur og prófastur í kirkju vorri um 52 ára skeið, eða lengur en nokkur núlifandi prestur, enda alveg óvenjuhár embættisaldur. Séra Ólafur hefir ávalt verið í tölu hinna ágætustu starfs- manna kirkjunnar, s'vakandi og síungur í starfi sinu og ævin- lega komið fram kirkjunni til mikillar sæmdar. Hann hefir slutt mjög að kirkjusöngnum, og veit ég, að það tíður aldrei úr minni þeim, er nutu — hvern hátíðablæ hann veitti yfir óteljandi kirkjulegar athafnir með söngstarfi sínu. Sjálfur hefir hann frábæra söngrödd, og löngum hljómaði rödd hans frá altarinu á hinum hátíðlegustu augnablikum innan kirkju lands vors. Söngstarfsemi í landinu átti í honum einn hinn bezta liðsmann og mátti segja, að sál hans væri ,,tónahaf“ eins og skáldið orðaði það. Séra Ólafur var einn af þeim prest- um, sem tók hvað mestan þátt i sýnódus-störfum og lét sig þar ekki vanta. Hann er enn með eld áhugans í brjósti, og má í raun og veru ekki ellimörkin á honum greina, þrátt fyrir háan aldur. Á síðastliðnu vori stjórnaði hann stórum söngflokki í Eyrar bakka kirkju, er hann var kominn með úr prestakalli sínu, og söng þar söngva til minningar um vin sinn og samherja, Sigfús Einarsson tónskáld. Siðastliðið vor hlýddi jeg á skörulegt erindi, er hann flutti á fundi Prestafélagsdeildar Suðurlands, sem mér fellur ekki úr niinni. Lýsti það vel hans sterka vilja, áhuga, æskuhug og drengi- legri og frjálsmannlegri hugsun um kirkju- og kristindóm. Jeg bakka nú i nafni íslenzku kirkjunnar hinum ágæta starfsmanni og óska honum og ástvinum hans heilla og blessunar Guðs. Ég '-eit, að starfsbræður hans allir eru fúsir til að taka undir þær óskir. — Prófastur, séra Ófeigur Vigfússon í Fellsmúla, sem verður 75 ára gamall nú á hinu nýbyrjaða fardagaári (3. júli), hefir fengið undanþágu, og þjónar út þetta fardagaár, enda hefir hann fyrir oingu síðan tekið sér aðstoðarprest og sjálfur enn hinn áhuga- samasti og bezti liðsmaður. \ýr prófastur Séra Ólafur Magnússon prófastur i Árnesspróf- astsdæmi hafði sagt af sér prófastsstörfum frá L jan. 1940 að telja. Fór fram prófastskosning í prófastsdæminu, °g að henni lokinni, og samkvæmt henni var séra Gisli Skúla- son skipaður prófastur í Árnesprófastsdæmi frá I. jan. s.l. að ^elja. Óska ég hinum nýja prófasti allra heilla i prófastsstörfum hans.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.