Kirkjuritið - 01.07.1940, Side 14

Kirkjuritið - 01.07.1940, Side 14
254 Magnús Jónsson: Júlí. IJá vil ég benda á gluggann. í aðrahvora rúðu eru sett kristileg tákn. í miðju er helgasta tákn kristninnar, kross- inn, og er sú táknmynd studd til heggja handa af fráljrigði- legum myndum krossins, en utar eru annarsvegar staf- irnir alfa og ómega, fyrsti og síðasti stafur gríska staf- rófsins, samkvæmt orðum Opinberunarhókarinnar: Eg er alfa og ómega, upphafið og endirinn. En lil hinnar liand- ar eru stafirnir IHS, þ. e. Jesus hominum salvator = Jesús frelsari mannanna. Með þessum grisku og latnesku stöf- um er þá líka dregið fram samhengið í lífi og starfi kirkj- unnar frá elztu tímum til vorra tíma. Það er enginn ný- græðingur, sem hér er um að ræða, það er „kirkja vors Guðs“, hið „gamla hús“. Loks vil ég henda á handverk það, sem hér hefir verið unnið', bæði i smiði og málningu þessarar kapellu. Það getur sýnst einfalt, en það hefir kostað mikla fyrirhöfn og leikni. Eg vil svo að lokum þakka ölluin, sem hér liafa lagt hönd að og góðan vilja, stjórn og byggingarnefnd Háskól- ans og húsameistara og öðrum listamönnum, handverks- mönnum og verkamönnum. Verð ég að nefna þar sérstak- lega húsameistara, sem lagt hefir alveg sérstaka alúð i það, að fá þessa kapellu sem fegursta og guðsliúsi sam- hoðna. En ég veit, að húsið sjálfl er minu lofi stærra. Þá vil ég þakka þeim, er gefið liafa kapellunni fagra gripi. Og svo vil ég þakka öllum þeim, er með mér taka þátt í þessari vígsluathöfn, herra biskupinum, samkennurum minum og prestum þeim, er aðstoða við vígsluna, svo og öðrum prestum, er hingað hafa gengið fylktu liði, og loks öllum þeim, er þessa athöfn hafa sótt. Og nú stendur þá þetta hús hér, og verður afhent til eignar og umsjónar þeim, er trúa má til þess að gæta þess vel. En þá skulum við minnast orðanna, sem ég las i upphafi: Ef drottinn hyggir ekki húsið,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.