Kirkjuritið - 01.07.1940, Page 10
250
Sigurgeir Sigurðsson:
Júlí.
slíkum stað að lialda i þessum heimi háreystinnar og vopna-
gnýsins. Hinir mikilvægustu hlutir í þessum heimi ske
venjulega ekki innan um fjöldann: Þar levsast ekki hin
stóru viðfangsefni og vandamál. Það er á einverustundun-
um, sem Ijós fellur inn í mannshugann og yfir skilning
mannsins, þegar „gátur lífsins leiftra í önd“. Það er þar,
sem maðurinn verður skygn og sér sýnir: „Gakk inn í
herbergi þitt,“ sagði Kristur, „og er þú liefir lokað dyr-
um þínum, þá hið föður þinn“. Mættu þeir, sem hér ganga
inn i þessa kapellu, eiga hér stórar stundir og sjá sýnir
sannleikans. Ég hygg, að þeir munu færri, sem í framtíð
ganga fram hjá kapellunni í þessu húsi. Mér finst, að hún
hafi eitthvað við sig, sem laðar og kallar á mann, að hér
verði að finna innri hirtu og fegurð, sólskin andans, þeg-
ar vísindin ef til vill verða of einliliða, of þur og köld,
því að það er satt, sem skáldið kvað:
„Sjálft hugvitið, þekkingin
hjaðnar sem blekking,
sé hjartað ei með,
sem undir slær."
En trúin á hinn eilífa sannleika er hjartsláttur vísind-
anna. —
Og þessi kapella skal vígð í trú á sannleikann, hinn eilífa
sannleika, í trú á hann, sem er mannkvninu „vegurinn,
sannleikurinn og lífið", í trú á Guð föður föður allra
manna og allra þjóða.
Ljósið í kapellunni, Ijós Guðs, logi svo alla daga, alla
tíma og dreifi geislum sínum, lýsi öllum, sem hér í þessu
húsi eiga að vinna að vísindum og ment og menning þjóð-
ar vorrar. Ef unnið verður í trú á hann, þá mun það sann-
ast á vorri þjóð, að
„Vísindin efla alla dáð,
orkuna stgrkja, viljann hvessa,
vonina glæða, hugann hressa,
farsældúm vefja lýð og láð‘‘.