Kirkjuritið - 01.07.1940, Page 21

Kirkjuritið - 01.07.1940, Page 21
Kirkjuri'tið. Leiðin til fullkomnunar. 261 örugt, að háskólamenningin styður öfluglega að því á kom- andi tímum að beina þjóðinni á réttan veg, inn á leiðina til lifs, þroska, fullkomnunar. IV. Verið fullkomnir eins og faðir vðar á himnum er full- kominn. Svo hátt setur Kristur markið — eilífðar tak- niarkið. öld af öld, um aldaraðir, já, um alla eilífð á að keppa að því að nálgast það. Engin hugsun fær eins fylt mannshjartað svimandi sælu. En hvernig getum vér þorað að trúa því? Hvernig má það verða? Af eigin rammleik megnum vér það ekki. Vér þörfnumst hjálpar að ofan, frá Guði. Hann, sem er hin hulda uppspretta lífsins og lilver- unnar og vill, að alt stefni frá kærleika, fyrir kærleika og til kærleika, verður að gefa oss kraftinn til þess. Það felst einnig í orðunx Krists i guðspjallinn. Iiann sýnir oss ekki aðeins leiðina til fullkomnunar, heldur einnig, hvernig unt sé að fara liana. Hann hendir á skyldleika mannanna við Guð: „Til þess að þér verðið synir föður yðar, sem er á himnum,“ þ. e. a. s. til þess að breytni yðar heri ])ess skýrt vitni, að þér séuð hans ættar. Það, sem vér eigum frá Guði eins og börn frá föður, á að vaxa og þroskast fyrir fulltingi hans. Þessa neista að ofan þurfum vér að geyma vel og láta hann horfa við Guði, svo að andi lians lífgi liann meir og meir og gjöri að björtum og skínandi loga. Þannig ber að vinna við hirtu og yl kraftsins af liæðum starfið hér, hæði kennara og stúdenta og í hvaða deild sem er eða við kann að hætast. Guð verður að vera því lífi sól, Háskólan- um og þjóðinni allri til farsældar og fullkomnunar. Ég kom fyrir nokkurum árum í bókasafnslestrarsal há- skólans ágæta og fornfræga í Oxford. Þar sat fjöldi fólks á öllum aldri við vinnu sína alt frá nýlega fermdum ung- lingum til lotinna gamalmenna hvítra fvrir hærum, hver við sitt horð með bækur sínar og sökti sér niður í lestur- inn og starfið. Allar helztu vísindagreinar veraldarinnar voru stundaðar í þessum stóru salakynnum. En salarloft-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.