Kirkjuritið - 01.07.1940, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.07.1940, Blaðsíða 19
Kirkjuritið. Leiðin til fullkomnunar. 259 með honum. í krafti hans megnuðu veikir menn að halda áfram starfi hans í þjónustn kærleikans. Veldi hófst, gætt vaxtarmagni mustarskornsins, gegn öflum eyð- ingarinnar og dauðans. Kristindómurinn varð til, „veg- urinn“, eins og hann var nefndur í upphafi. Og þótt ýms- um kunni að þykja lílið liafa orðið ágengt síðan, þenn- an örstutta tíma á ferli mannkvnsins, þá er það víst, að alt, sem her með réttu þelta nafn, hefir leitt til óendanlegrar hlessunar, látið fjölda karla og kvenna í öllum löndum og með öllum þjóðum verða sall jarðar og ljós heimsins og vakið samtök og samstarf til líknar og lækningar á óteljandi mannlífsmeinum. Kristindómurinn, Kristur er eina vonin fyrir heiminn. III. Leiðin til fullkomnunar á að vera leið vorrar þjóðar og æðstu mentastofnunar hennar, Háskólans. Engin orð geta hlasað fegurri né tilkomumeiri fyrir sjónum hennar en þessi: „Verið fullkomnir eins og faðir yðar á himnum er fullkominn.“ Vér hljótum að játa með blygðun og harmi, að oft höfum vér stefnl í aðra átt og' að i lífi voru hefir mátt sjá smámynd af því, sem er að gerast í stríðinu með hinum stærri þjóðum. En festum nú, ei' sverfur að sjálf- stæði voru og þjóðarhag, þann ásetning að setja oss æðsta markmiðið, sem unt er að keppa að. Ef vér gerum það heilum lniga, sameinuð gegn öllum sundrungaröflum, og leitumst af fremsta megni við að hfa eftir því, þá er það víst, að vér eignumst innra frelsi og sjálfstæði, er mun vara hvað sem ytri kjörunum kann að líða. „Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa“, sannleikurinn, er Kristur hoðaði, Kristur sjálfur. Trygging þjóðar gæfu er hvorki her né hergögn né gullforði, lieldur andans stefna hennar til þroska, lifs, fullkomnunar. Starfi Háskólans er ætlað að vera mikilvægur þáttur í viðleitni þjóðarinnar í ])essa átt, og því aðeins á það rétt á sér. Starfsmenn hans hafa kosið það, að kapella væri í þessu húsi, og hátíð vor á morgun

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.