Kirkjuritið - 01.07.1940, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.07.1940, Blaðsíða 30
270 Prestastefnan. Júlí. Nýir prestar. Á árinu hafa kirkjunni bætzl við 4 nýir starfs- nienn, og hefir þannig dregið aftur úr þeim skorti, sem virtist vera á prestum og sem vér höfðum nokkurar áhyggjur af á siðustu prestastefnu. Geri ég ekki ráð fyrir, að langt verði þess að bíða, að allflest embætti kirkjunar verði skipuð aftur, enda virðist aðsóknin að guðfræðideild háskóia vors fara vaxandi. Hinir fjórir ungu prestar, sem vígðir voru, eru þessir: 1. Séra Ragnar Benediktsson. Hann er fæddur í Reykjavík 14. maí 1914. Foreldrar hans eru Benedikt G. Waage kaupm. og Ólöf Sigurðardóttir. Stúdentsprófi lauk hann 1934 og embættis- prófi i guðfræði 1939. Var hann settur prestur i Staðarpresta- kalli á Reykjanesi í Barðastrandarprófastsdæmi frá 1. júlí 1939 og vígður 9. júli s. á. 2. Séra Pétnr Magnússun. Hann er fæddur að Vallanesi í Suð- ur-Múlasýslu 18. apríl 1893. Foreldrar hans eru séra Magnús Blöndal Jónsson past. emerit. og kona hans Ingibjörg Eggerz. Stúdentspróf í guðfræði tók hann vorið 1916 og embættispróf í guðfræði árið 1920. Var skipaður sóknarprestur í Vallanes- pestakalli 24. sejjt. f. á. og jafnframt falin þjónusta Valþjófs- staðar. Hann vígðist til prestsstarfsins 16. sd. e. trinitatis. 3. Séra Árelíns Níelsson. Hann er fæddur í Flatey á Breiða- firði 7. sept. 1910. Foreldrar hans eru Níels Árnason og kona hans Einara I. Pétursdóttir. Stúdentsprófi lauk hann 1937 og guðfræðiprófi síðastliðið vor. Hann var settur prestur í Háls- prestakalli í Fnjóskadal við hrottför séra Helga Sveinssonar, er skipaður var sóknarprestur i Arnarbælisprestakalli að afstað- inni kosningu á þessu vori. Séra Árelíus vígðist 9. þ. m. 4. Séra Björn Björnsson er fæddur á Fremri Gufudal í Barða- strandarsýslu 7. mai 1912. Foreldrar bans eru Björn Guðmundur Björnsson og Sigríður Ágústa Jónsdóttir. Stúdentspróf tók séra Björn 1936, og emhættispróf i guðfræði s.l. vor. Er hann settur prestur frá 1. júní þ. á. í Viðvíkurprestakalli, en áður hafði séra Jón Skagan haft veitingu fyrir því prestakalli. Séra Björn var vigður sama dag og séra Árelíus, eða 9. ]). m. Tveir þessara ungu presta eru hér viðstaddir í dag, en tveir þeirra, er siðast vígð- ust, eru alveg nýlega komnir lil embætta sinna. Óska ég þeim öll- um fyrir kirjunnar hönd giftu og blessúnar Guðs í störfum. Óveitt prestaköil eru hinsvegar, eins og sakir itanda: Sandfellsprestakall í Öræfum, Staðar- hólsþing, Brjámslækur, Staðarprestakall í Aðal- vík, Hvammsprestakall í Laxárdal, Mælifell, Landeyjarþing, Grímsey, Hofteigur og Valþjófsstaður. — í eitt þessara presta- kalla, Staðarprestakall í Aðalvík, mun verða vígður maður í Óveitt prestaköll.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.