Kirkjuritið - 01.07.1940, Qupperneq 16
Leiðin til fullkomnunar.
Prédikun Ásmundar Guðmundssonar.
Júlí.
Guðspjallið: Matt. 5, 38—48.
Þjóðir devja,
detta hof,
dýrstu turnar falla,
valdboð manns er vau sem of,
veraldar i gegnum rof.
Drottins orðið dagana lifir alla.
Svo er um guðspjallskaflann, sem ég las. Hann hefir
ævarandi gildi. Hann er úr Fjallræðu Jesú Krists, lögum
lians, sem eiga að ráða í guðsríkinu, þegar Guðs vilji verð-
ur svo á jörðu sem á liimni. Og kaflinn hirtir þann sann-
leik, sem mest nauðsyn er að þekkja, um vegina tvo, er
Jesús nefnir síðar í ræðunni: Leiðina til hrörnunar, dauða,
tortímingar, og leiðina til þroska, lifs, fullkomnunar.
I.
„Þér hafið heyrt, að sagt var: Auga fyrir auga og tönn
fyrir tönn. . . . Þér hafið heyrt, að sagt var: Þú átt að elska
náunga þinn og hata óvin þinn“. Já, vér höfum lieyrt það
og lieyrum enn. Lögmál endurgjaldsins og hefndarinnar
ríkir með mönnunum. Móðgun og meingjörð er tekið með
nýjum móðgmmm og meingjörðum, högg fvrir högg, sái'
fyrir sár, líf fvrir lif. Að sama skapi færist vald þess, sem
ilt er, í aukana, unz það hrýzt fram eins og æðandi hál í
óskaplegustu ógnarmyndum. Kærleikanum eru aftur á
móti reistar skorður. Þú slcalt að vísu elska náunga þinn,
vini og vandamenn og jafnvel samlanda. En lengra skall
þú ekki fara. Þá, sem þér eru mótsnúnir, skalt þú hata
og þá auðvitað hreyta við þá eflir því. Lifsregla fræði-
mannanna og Faríseanna á dögum Jesú hefir verið mikils
ráðandi í heiminum alt fram til þessarar stundar. Vér
sjáum afleiðingarnar og liklega skýrar nú en nokkuru sinni