Kirkjuritið - 01.07.1940, Qupperneq 26

Kirkjuritið - 01.07.1940, Qupperneq 26
Prestastefnan. Júli. 266 Hætturnar vofa yfir á höfum úti, þar sem hinir íslenzku her- menn hætta lífi sínu í viðteitni sinni að vinna fyrir Island og íslenzka þjóð og helga henni krafta sina. Hætturnar sýnast einnig vofa yfir þeim, sem i landi eru. Öryggi Reykjavikur er í þeira skilningi horfið. Nú skygnast menn um og skoða til lofts og út til hafs, hvort óvinaher nálgist ekki land vort, sem hingað til hefir, vegna legu sinnar, ekkert haft að óttast. — Frá þessum frið- sama hæ, höfuðstað lands vors, er nú verið að flytja börnin út um bygðir Iandsins að hætti þeirra þjóða, sem í ófriðnum mikla eiga. Það litur svo út, sem að jjjóð vor geti átt i vændum mjög erfiða tíma. Það er ekki hægt að sjá, hvað framundan er i lífsbaráttu þjóðarinnar. Enginn veit, nema leiðir tokist til ann- ara landa. Lífið í þessum bæ er nú með alt öðrum blæ en þér hafið átt að venjast áður, og grunsemdir um óvænta örlagarika atburði og kvíði hýr mönnum í huga. Ýmsir mannfundir, sem ákveðið var að halda hér í bænum um þessar mundir, farast fyrir vegna þess, að mönnum fanst óráðlegt að stuðla að þvi, að mikill mannfjöldi væri hér saman kominn á hættu- og erfið- leikatímum. Hinum ahnenna kirkjufundi, sem halda átti hér að prestastefnunni aflokinni, hefir ])annig,- sem kunnugt er. verið aflýst. Ég veit, að ýinsir bjuggust við því, að þessari samkomu yrði einnig frestað um skeið, bæði vegna erfiðleika á að ferðast, hækkandi kostnaðar við ferðatög o. s. frv. En þegar ég tók að hugleiða það mál, fann ég það fljótt, að prestastefnunni er ekki gott að fresta. Prestastefnan hefir ávalt meðferðis einhver mál, sem ekki þola bið. Ef til vill var aldrei mikilvægara fyrir oss að hittast og ræða mál vor en einmitt nú á hættu tímum. Þegar hið ytra syrtir og skuggarnir svífa yfir, er meiri þörf á að hyggja að hinu innra lífi en nokkuru sinni áður. Nú var það hrýn nauðsyn prestastétt landsins að hittast og ræða um málin, sem sérhvern mann og sérhverja ])jóð varðar meir en alt annað. Nú getur þjóðin þurft meir en nokkuru sinni áður á starfi voru að halda. Nú getur hún þurft meir en nokkuru sinni áður á því að halda að eiga athvarf kirkjunnar, athvarf Guðs. Á slikum timum sem nú, þavf einmitt íslenzk prestastétt aÖ vera viðbúin. Á slíkum tímum sem þessum, er það mikilvægast, að prestur- inn finni og skilji, að honum er af Guði falið það hlutverk að ~vera á verði. Að hann er hinn sjálfkjörni andlegi foringi, hjálp- ari og huggari, ])egar vandamálin rísa og reynsla þjóðarinnar verður þungbær. Það er hið mikla hlutverk vort að telja kjark, áræði og dug í þjóð vora um þessar mundir, að sannfæra hana um, að hún eigi athvarf á hættutimpm, að birta henni sannleik-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.