Kirkjuritið - 01.01.1941, Blaðsíða 19
Kirkjuriti'ð.
Lofsöngur hjartans*)
Syng Guði lof, með hug til hans,
sem heyrir andvörp smælingjans.
Með lotning er þín lofgjörð há,
er líður þínu brjósti frá.
Ef trúin leiðir lofsönginn,
í ljósi Guðs er andi þinn.
Það engin tunga mæia má,
hvað mannsins hjarta finnur þá.
í samhygð andans gleðin gefst,
í guðdóms mætti sálin hefst.
Þá hljómar upp frá hjartans rót
þín heilög fórn Guðs augum mót.
Með einum rómi herrans hjörð —
sem hrópar Guði þakkargjörð —
und friðar merkjum frelsarans
þinn fögnuð syng í nafni hans.
Irtffibjörg Guðmundsson.
) Sálmur þessi er tileinkaður Háskólakapellunni. Höf. lians,
frú Ingibjörg, á heiina í Kaliforníu og hefir alið mikinn hluta
aldurs sins í Vesturheimi. Hún ferðaðist liingað til iands árið 1931.
Ekki minnist ég þess að hafa fundið heitari né einlægari ætt-
jarðarást hjá nokkurum Vestur-íslendingi en henni, og er þá
vissulega mikið sagt. Sálminum fylgdu fagrar gjafir til kapellunn-
ar, og er ljúft og skylt að þakka. Á. G.