Kirkjuritið - 01.01.1941, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.01.1941, Blaðsíða 36
Janúar. Kirkjur konunga á Bessastöðum. Aðleiðsluorð. Hvað lieitir bær sá, er blasir við háborg Reykjavíkur, austastur bæja fyrir sunnan Skerjafjörð? Bessastaðir, munu þeir svara, er betur vita. En á Bessastöðum spurðu menn fyrir 200 árum: Hvar er Reykja- vík? Reykjavík — eða Vík, eins og hún nefndist þá — lá að mestu leyti gleymd og grafin hjá Hólmshöfn, og fáir íslendingar vissu, að bún væri til. En allir þektu þeir Bessastaði, því að þá bar svo bátt á þeim. Og stærilæti danskrar tungu nefndi Bessa- staði Kongsgarð og Álftanesið Kongsnes. Eigi er kunnugl um landnám á Bessastöðum á Álftanesi, eða neitt viðvíkjandi þeim, fyr en á 13. öld. Þá er það (um 1217), að Snorri Sturluson í Reykholti sölsar jörðina undir sig, úr dánarbúi ekkjunnar Jórunnar auðgu í Gufunesi.*) Eftir þetta átti Snorri bú á Bessastöðum og sat þar við og við. En nokkurum ár- um eftir andlát Snorra (1241), varð það hlutverk bróðursonar hans, Þórðar kakala Sighvatssonar, að hjálpa til þess — með of- beldi og óstjórn annara höfðingja — að koma miklu af eignum Snorra og Bessastaði þar með með í eigu og yfirráð konungs. Með slíkri heimild voru Bessastaðir laldir konungseign rúmar G aldir, þangað til Grímur Thomsen fékk þá í makaskiftum fyrir Belgs- holt í Borgarfirði 1868. Jafnan hafa Bessastaðir verið taldir nokkuð stór og góð jörð. Bezta landið og meginhluti þess er Bessastaðanes, sem nú er umgirt sjó alt heim að túni á báðar liliðar. Brotnað hefir af því á allar liliðar, lielzt að sunnanverðu. Þar liefir nesið verið miklu stærra í fornöld, og líklega þvínær eða alveg landfast. Bendir til þess nafnið Lambhúsatjörn, sem var sunnan við bæ- inn, en nú er þar samfeldur fjörður, mörg hundruð metrar á breidd. — Lamhhús voru lengi býli (og eiga ekki ómerka sögu). Þau stóðu á miðjum túnrananum fyrir vestan bæinn á Bessa- stöðum. Fljótt urðu Bessastaðir aðsetursstaður æðstu valdsmanna kon- ungs hér á landi, svo sem Holta Þorgrímssonar (d. 1348), Diðrik: *) Frá þessu hefi ég sagt nokkuð í Lesbók Morgunblaðsins 1928, bls. 15. Eftir Sturlungu II. kap. 39, 115, 118, og fleiri heimildum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.