Kirkjuritið - 01.01.1941, Qupperneq 36

Kirkjuritið - 01.01.1941, Qupperneq 36
Janúar. Kirkjur konunga á Bessastöðum. Aðleiðsluorð. Hvað lieitir bær sá, er blasir við háborg Reykjavíkur, austastur bæja fyrir sunnan Skerjafjörð? Bessastaðir, munu þeir svara, er betur vita. En á Bessastöðum spurðu menn fyrir 200 árum: Hvar er Reykja- vík? Reykjavík — eða Vík, eins og hún nefndist þá — lá að mestu leyti gleymd og grafin hjá Hólmshöfn, og fáir íslendingar vissu, að bún væri til. En allir þektu þeir Bessastaði, því að þá bar svo bátt á þeim. Og stærilæti danskrar tungu nefndi Bessa- staði Kongsgarð og Álftanesið Kongsnes. Eigi er kunnugl um landnám á Bessastöðum á Álftanesi, eða neitt viðvíkjandi þeim, fyr en á 13. öld. Þá er það (um 1217), að Snorri Sturluson í Reykholti sölsar jörðina undir sig, úr dánarbúi ekkjunnar Jórunnar auðgu í Gufunesi.*) Eftir þetta átti Snorri bú á Bessastöðum og sat þar við og við. En nokkurum ár- um eftir andlát Snorra (1241), varð það hlutverk bróðursonar hans, Þórðar kakala Sighvatssonar, að hjálpa til þess — með of- beldi og óstjórn annara höfðingja — að koma miklu af eignum Snorra og Bessastaði þar með með í eigu og yfirráð konungs. Með slíkri heimild voru Bessastaðir laldir konungseign rúmar G aldir, þangað til Grímur Thomsen fékk þá í makaskiftum fyrir Belgs- holt í Borgarfirði 1868. Jafnan hafa Bessastaðir verið taldir nokkuð stór og góð jörð. Bezta landið og meginhluti þess er Bessastaðanes, sem nú er umgirt sjó alt heim að túni á báðar liliðar. Brotnað hefir af því á allar liliðar, lielzt að sunnanverðu. Þar liefir nesið verið miklu stærra í fornöld, og líklega þvínær eða alveg landfast. Bendir til þess nafnið Lambhúsatjörn, sem var sunnan við bæ- inn, en nú er þar samfeldur fjörður, mörg hundruð metrar á breidd. — Lamhhús voru lengi býli (og eiga ekki ómerka sögu). Þau stóðu á miðjum túnrananum fyrir vestan bæinn á Bessa- stöðum. Fljótt urðu Bessastaðir aðsetursstaður æðstu valdsmanna kon- ungs hér á landi, svo sem Holta Þorgrímssonar (d. 1348), Diðrik: *) Frá þessu hefi ég sagt nokkuð í Lesbók Morgunblaðsins 1928, bls. 15. Eftir Sturlungu II. kap. 39, 115, 118, og fleiri heimildum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.