Kirkjuritið - 01.01.1941, Blaðsíða 12
6
Guðmundur Einarsson:
Janúar.
þessvegna drottinn á meðal eldanna; nafn drottins,
ísraels Guðs, á eyjum hafsins".
Hverir búa fremur á eyjum hafsins en vér Islendingar,
hverir fremur meðal eldanna, þar eð e}rja vor er mesta
eldeyja jarðarinnar? Svo að ef þessi spádómur á við
nokkura þjóð á jörð, þá á hann sérstaklega við vora þjóð
og vort land. Mitt í eyðingu þjóðanna á þá lofsöngurinn
að hljóma á voru landi, og þegar allt er fallið í rústir
á meginlandinu, á nafn drottins, Israels Guðs, að verða
vegsamað „á eyjum hafsins“; já „frá yzta hluta jarðar-
innar heyrðiun vér söngva, jafnvel lofsöngva til hins
réttlála“, bælir spámaðurinn við.
Sjáendur síðustu ára hafa skýrt þessa spádóma fyrir
oss, og oss hefir verið sagt fyrirfram, að yfir íslend-
ingum mundi verða vakað á sérstakan liátt í þessari
styrjöld, vegna þess að okkur væri ætlað ákveðið verk
að vinna í þeim heimi, sem rís upp aftur, þegar hörm-
ungar nútímans eru um garð gengnar, — en þetta verlc
er það: Að vegsama nafnið drottins, ísraels Guðs. — Að
vér eigum að verða fyrirmynd fyrir framtíðarþjóðirnar,
í rétllæti, — fyrst og fremst réttlæti, — því að það var
lofsöngur til „hins réttláta“, sem spámaðurinn heyrði
hljóma frá „eyjum hafsins“.
En nú er ekkert réttlæti til án kærleika, það er því
hið kærleiksfylta réttlæti, sem á að vera lögmál vor Is-
lendinga í öllu voru lífi, og það svo greinilega, að það
fari sem lofsöngur frá „eyjum hafsins“ út yfir jörðina
og verði að fyrirmynd fyrir þjóðirnar og búi þær undir
konni friðarríkisins, sem vér yæntum að komi innan
skamms.
Sé það rétt, að yfir oss sé vakað, og það svo greini-
l^ga, að naumast verði um deilt, þá er það víst líka aug-
Ijóst mál, að oss er ætlað eitthvert ákveðið verk að vinna
fyrir þenna heim, eða þann, sem risa á upp að nútiðar-
hörmungunum loknum; og þá getur það naumast verið
anuað en það, að færa þjóðunum hoðskap um gæzku