Kirkjuritið - 01.01.1941, Side 13

Kirkjuritið - 01.01.1941, Side 13
Kirkjuritið. Áramót. 7 Guðs, sem gaf oss sinn eiginn son, og segja þeim frá því, live gott það er að dvelja í vernd hans og varð- veizlu, sem vér höfum sjálfir fengið að reyna og gleðj- ast yfir. Sé nú svo, að oss sé ætlað ákveðið verk að vinna fyrir guðsríki á jörð, þá er það voðalegt, ef vér ekki fram- kvæmum það. Ef Guð ekki getur notað oss til þess, sem hann vill og ætlast til af oss, þá verðum vér án efa af- máðir af jörðinni, þar eð því, sem ónothæft reynist, er burtu kastað, eins og Jesús sagði lærisveinum sínum i dæmisögunni um hið ófrjósama fíkjutré: „1 þrjú ár hefi ég leitað ávaxta á þessu fíkjutré og ekki fundið .... högg þú það upp“. Hjá oss verður nú leitað ávaxta næstu þrjú árin og máske eitt enn, að beiðni víngarðsmannsins, en finnist engir ávextir að þeim tíma liðnum, þá fer að draga að því, að vér verðum „liöggnir upp“. En ég vil vona og treysta því, að vér reynumst nothæf til starf- anna, og réttlæti í kærleika megi verða lögmál lífs vors og þjóðar vorrar hin komandi ár. Hið dapurlegasta fyrir oss er án efa það á þessum dögum, að vera hertekin og ófrjáls þjóð, en þó er ég að vona, að einnig það verði oss til góðs, og máske hefir það verið alveg nauðsynlegt fyrir oss, til þess að sapi- eina oss sjálfa í meiri bróðurhug og til þess að auka rétt- lætismeðvitund vora, sem farin var að verða oss sljó; vona, að þetta böl verði oss til blessunar, því að þeim verður alt til góðs, sem elska Guð, en það vil ég trúa, að við íslendingar gjörum, að vér elskum Guð, en þá verða erfiðleikar samtíðarinnar blessun framtíðarinnar fyr- ir oss. Þessir erfiðleikar, sem hernáminu fvlgja, og hættur, sem af því stafa fyrir okkar litlu þjóð, eru þegar farin að vekja oss til umhugsunar og sameiningar; æskan er farin að liefjast handa og skipar sér nú einbeitt i hóp hinna eldri til baráttu gegn hættunum og verndar þjóð- lífi voru og þjóð. Hún vill varðveita sóma og heiður lands

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.