Kirkjuritið - 01.01.1941, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.01.1941, Blaðsíða 42
36 Vigfús Guðnnindsson: Janúar. eitthvað af stórfeldustu ránum, frá klaustrum, biskupsstólum og auðugum kirkjum. Þannig l. d. segir Oddur biskup (1589—1630. — Safn til sögu ísl. V. 6, 113) um eitt ránið, frá Þykkvabjæarklaustri: „Var sagt, að allur skrúðinn hefði þaðan hafður verið, til Bessa- staða, og ein klukka befði þar verið borin á 5 hestum burt, og annað ótal gripa og gersema. Ekki var þar neinn reikningur staðinn af portioninni" (þ. e. sjóði kirkjunnar). 1617. „Illur fengur illa forgengur", segir spakmælið — og það er bygt á tveim sterkum stoðum, reynslu og sannleika. Þannig fór og í þetta sinn. Arið eftir skattheimtuna og upp af þeim skalti, bygði Juren Daniel umboðsmaður á Bessastöðum kirkju þar af timbri, er að- flutt var fyrir 400 ríkisdali. Var hann svo bagsýnn bygginga- meistari(I), að hann lét ekki setja neina bita í kirkjuna, heldur skábönd i þeirra stað, úr stöfum upp í sperrurnar. Skynsömum mönnum leizt ekki á þetta byggingarlag, og töldu ekki líklegt, að kirkjan þyldi mikil veður. En Juren (Jörgen) sagði, að „slíkt hús kynni ekki að forganga. — En íslenzkur byljavindur sætti ekki því raupi“ (Annálar). 1619. Ekki gat kirkja þessi staðið skammlaust í 2 ár einu sinni. Vorið 1619, 12 júlí, voru kvaddir 6 menn til þess að skoða kirkj- una.') Undir skoðunargerðina skrifa 3 menn. Segja þeir, að kirkjan sé „ekki embættisfær utan i mestu stillu veðri“. Að böndin úr stöfum í sperrur séu flestöll brotin og undirstokkar klofnir og sundurrifnir að neðanverðu. Bæta þurfi í kirkjuna 13 bitum, 14 álna löngum, og verði það ekki gert nema taka húsið alveg ofan. — Af þessu má marka stærð kirkjunnar. Hún virðist hafa verið einlæg og jafnvið, 14 stafgólf (28 álnir?) á lengd og 13—14 álnir á vídd. Er og auðskilið, að hún hefir öll jagast til og i veðrum leikið á reiðiskjálfi. Annálar segja líka frá því, að þegar á þessu ári (1619) hafi „bitalausa kirkjan á Bessastöðum hrapað til grunna í veðri“. Og má vel vera, að svo hafi farið siðar á sama ári. 1620. Annálar fullyrða lika, að þegar á næsta ári, liafi Holger Rosenkranz, nýr höfuðsmaður, látið smíða Bessastaðakirkju upp úr viðum hröpuðu kirkjunnar. Og þá ekki veglegri en svo, að kirkian var „með torfveggjum og torfþaki". — Aðrir telja þó Jakob Pétursson umboðsmann standa fyrir þessari kirkjubygg- ingu. Er það sennilegra, og líklegast þó með ráði liöfuðsmanns *) Eftir beiðni Andrésar Hanssonar umboðsmanns Friðriks Friss, sem þá var dáinn, ásamt óskum Lárusar Rasmundssen og Hans Maadixen, er allir áttu að yfirmanni Herluff Daa, höfuðs- manninn illa ræmda. — Þskjs. 4. D. 1548—1660.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.