Kirkjuritið - 01.01.1941, Qupperneq 42
36
Vigfús Guðnnindsson:
Janúar.
eitthvað af stórfeldustu ránum, frá klaustrum, biskupsstólum og
auðugum kirkjum. Þannig l. d. segir Oddur biskup (1589—1630. —
Safn til sögu ísl. V. 6, 113) um eitt ránið, frá Þykkvabjæarklaustri:
„Var sagt, að allur skrúðinn hefði þaðan hafður verið, til Bessa-
staða, og ein klukka befði þar verið borin á 5 hestum burt, og
annað ótal gripa og gersema. Ekki var þar neinn reikningur
staðinn af portioninni" (þ. e. sjóði kirkjunnar).
1617. „Illur fengur illa forgengur", segir spakmælið — og það
er bygt á tveim sterkum stoðum, reynslu og sannleika. Þannig
fór og í þetta sinn.
Arið eftir skattheimtuna og upp af þeim skalti, bygði Juren
Daniel umboðsmaður á Bessastöðum kirkju þar af timbri, er að-
flutt var fyrir 400 ríkisdali. Var hann svo bagsýnn bygginga-
meistari(I), að hann lét ekki setja neina bita í kirkjuna, heldur
skábönd i þeirra stað, úr stöfum upp í sperrurnar. Skynsömum
mönnum leizt ekki á þetta byggingarlag, og töldu ekki líklegt,
að kirkjan þyldi mikil veður. En Juren (Jörgen) sagði, að „slíkt
hús kynni ekki að forganga. — En íslenzkur byljavindur sætti
ekki því raupi“ (Annálar).
1619. Ekki gat kirkja þessi staðið skammlaust í 2 ár einu sinni.
Vorið 1619, 12 júlí, voru kvaddir 6 menn til þess að skoða kirkj-
una.') Undir skoðunargerðina skrifa 3 menn. Segja þeir, að kirkjan
sé „ekki embættisfær utan i mestu stillu veðri“. Að böndin úr
stöfum í sperrur séu flestöll brotin og undirstokkar klofnir og
sundurrifnir að neðanverðu. Bæta þurfi í kirkjuna 13 bitum, 14
álna löngum, og verði það ekki gert nema taka húsið alveg ofan.
— Af þessu má marka stærð kirkjunnar. Hún virðist hafa verið
einlæg og jafnvið, 14 stafgólf (28 álnir?) á lengd og 13—14 álnir á
vídd. Er og auðskilið, að hún hefir öll jagast til og i veðrum leikið
á reiðiskjálfi. Annálar segja líka frá því, að þegar á þessu ári
(1619) hafi „bitalausa kirkjan á Bessastöðum hrapað til grunna
í veðri“. Og má vel vera, að svo hafi farið siðar á sama ári.
1620. Annálar fullyrða lika, að þegar á næsta ári, liafi Holger
Rosenkranz, nýr höfuðsmaður, látið smíða Bessastaðakirkju upp
úr viðum hröpuðu kirkjunnar. Og þá ekki veglegri en svo, að
kirkian var „með torfveggjum og torfþaki". — Aðrir telja þó
Jakob Pétursson umboðsmann standa fyrir þessari kirkjubygg-
ingu. Er það sennilegra, og líklegast þó með ráði liöfuðsmanns
*) Eftir beiðni Andrésar Hanssonar umboðsmanns Friðriks
Friss, sem þá var dáinn, ásamt óskum Lárusar Rasmundssen og
Hans Maadixen, er allir áttu að yfirmanni Herluff Daa, höfuðs-
manninn illa ræmda. — Þskjs. 4. D. 1548—1660.