Kirkjuritið - 01.01.1941, Side 40

Kirkjuritið - 01.01.1941, Side 40
34 Vigfús Guðmundsson: Janúar. vorrar væru engir kotbændur, fórst þó sumum þeirra heldur kotungslega viS kirkjur sínar. Og ekkert síður við þessa höfuð- kirkju æðstu valdsmanna þeirra en hinar, sem minni háttar voru. Til viðhalds Bessastaðakirkju og endurbyggingu beittu þeir gjafa- sníkjum og ómannúðlegri skattaþvingun við aðra kirkjueigendur, lil þess að geta smeygt sér sem mest undan sinum eigin skylduga kostnaði. Og fulltrúar bættu ekki um. Vanskil og rán. Iíigi eru síður ömurleg fyrstu kynnin af þessum kirkjum kon- ungs. Byrja þau með vanskilum, ránum og hrakföllum. Verður nú viðhaft hio gamla og góða lag annálanna, að fylgja aldursröð, og ártölin sett framan við atburðina, til auðveldara yfirlits. 1350. Litlu siðar er það, að Brynhildur ekkja Holta hirðstjóra skilaði af sér jörð, búi og húsum á Bessastöðum. Frá þeim at- burði er þannig skýrt (.1. S. 4to, 446): „Svo segja gömul doku- ment frá Bessastaðakirkju, er sýnast rituð 1352. Þetta vantaði kirkjuna af eignum sínum frá Brynhildi konu Holta: 10 Faar (ær), 1 kú, sem hún sagði, að ívar Hólmur hefði ekki aflient sér.“ Frá þessum árum er elzti máldagi kirkjunnar (talinn frá 1352. Fbrs. III. 69). Kirkjan sjálf er ekki nefnd þar, en eignir hennar eru miklar: % heimalands, 19 kýr, 52 ær, graðungur og 5 hestar, mikið af messuklæðum og áhöldum. — 10 bæir i sókn- inni. Prestur skyldi vera þar og djákni. Svo og rólfær ómagi til framfæris á eignum kirkjunnar. Ómaginn skyldi vera úr kyni Sveinbjarnar (Ásmundssonar á Bessastöðum um 1200'?). Ákvæði þetta sýnir, að Sveinbjörn þessi hefir gefið kirkjunni á Bessa- stöðum mikið, máske mestallan búfénaðinn, sem hún átti. Eigi hefir ómagaframfæri þetta gengið um marga liði i ætt Sveinbjarnar, né heldur prestsskyldin, þvi að i næsta máldaga — eftir 45 ár — er búfé kirkjunnar ekki nefnt, og aldrei síðan. Hefir jjað að líkindum dáið drotni sínum i hallærum 14. aldar. ()g konungur eða valdsmenn hans orðið síðastir manna til að endurlífga slikan fénað. 1397. Eins er það og fyr, að kirkjuhúsið er ekki nefnt þannig í þessum Vilchins máldaga, að neitt verði ritað um stærð jjess, efni eða útlit. Messúskrúði og áhöld kirkjunnar eru engu minni en áður. Auk vandaðs altarisbúnaðar hafa bæði tjöld og iíknesk' prýtt kirkjuna, þó vantar nú Maríulíkneski, sent áður var nefnt. Altarisbríkur (töflur) eru ekki nefndar, en kross „með likneskj- um“ var yfir altari. Altarisklæðin voru nú 4 og „á einu stórt gullhlað". Kaleikar tveir úr silfri og klukkur 5, eins og fyr. Bæk- ur 16, kertastjakar 3 o. s. frv. Tekjur kirkjunnar „um 4 ár, meðan

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.