Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 4
Apríl. Sjóndeildarhringur kristindómsins. Páskaræða eftir séra Ófeig Vigfússon prófast. „Á meðal bræðra minna eg vil út þitt lífsins orðið breiða, upprisunnar fögnuð greiða hverjum þeim, sem hlýða til. Styrktu nú með orði og anda anda minn og veika rödd, svo þér megi vegsemd vanda við þinn kærleik sálin glödd“. Baksýn, umsýn og framsýn Nýjatestamentistrúarinnar og kenningarinnar, eða sjónarsvið kristindómsins, í hans uppruna- legri, eðlilegri og einfaldri mynd, í kenning, trú og líferni, skal nú vera skoðunarefni vort á þessari heilögu hátíðarstund, til þess, að vér fáum, ef unnt er, að vita og sjá, hvar og hvernig vér sjálfir stöndum í trúarefnum og öðrum; hvort nokkuð muni vera um of eða nokkuð vanta á trúar- og lífernislögmál kristin- dómsins; hvort sjóndeildarhringur hans muni vera mjög þröngur eða mjög lágt undir loftið í musteri hans. En til þess að sjá og ná yfir allt sjónarsvið vorra sannkristi- legu trúarbragða, þurfum vér auðvitað sjónarhæð nokkra, til að litast um á, og hana ekki lága, og vér þurfum líka að njóta góðr- ar birtu og glöggsýnis — góðrar birtu utan frá og skýrrar sálar- sjónar, alveg eins og vér þurfum háa hæð, heiðskírt og bjart loft, og heila og skarpa sjón likamsaugnanna, ef vér eigum að geta séð, t. d. yfir allt land vort. Það er sagt, að Hekla sé sú eina hæðin, það eina fjallið, hér á Islandi, sem sjá megi ofan af yfir og um nær allt landið, nær því í öllum áttum, til yztu annesja allt í kring; og út á úthafið öllum megin, í góðum sjónauka og í góðri birtu; og er mjög látið af því, hve víður og hár, stór og mikilfenglegur sjóndeildarhringurinn þá sé þar efst uppi, og hve margar og miklar, undraverðar og dýrðlegar sýnir þaðan megi líta, um loft og lög og láð, þegar svo ber undir, og birta og sjónartækin eru góð. J

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.