Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 31
KirkjuritiS.
Þjóðerni og kirkja
141
andi og heilbrigðan kristindóm, kristindóm, er verndi
bæði sál einstaklingsins og sál þjóðarinnar.
Það er vitjunartimi kirkju Islands.
Vilja ekki þeir, sem í starfinu eru, leggja gott til þessa
máls, en bíða þó ekki eftir að málið verði útrætt, heldur
hefjast handa um starf á því sviði, sem hver og einn
telur mest virði og beinast liggja við i hans verkahring?
Ég efast ekki um, að margir og vonandi flestir prestar
geri þetta. En aldrei er þó ofmikið að því gert, að hvetja
hver annan, koma reynslu og góðum ráðum til annara
og sækja sér kraft frá meðvitundinni um samstarf.
Grundvöllurinn er sá, sem lagður er, starfið að boð-
fagnaðarerindisins um frelsara sálnanna. En af starfs-
mönnunum er þess krafizt, að liver og einn reynist trúr.
Kirkja íslands og starfsmenn hennar eiga hér dýr-
mætt tækifæri.
Magnús Jónsson.
Prestastefnan
verður að forfallalausu haldin næstu þrjá dagana, 27.-29. júní,
og mun hefjast með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Séra Þorsteinn
Jóhannesson, prófastur frá Vatnsfirði, prédikar. Mál þau, er
verða tekin fyrir á prestastefnunni munu auglýst síðar.
Aðalfundur Prestafélags íslands
verður að forfallalausu haldinn i Reykjavík laugardaginn 2G.
júní, en jjann dag verður félagið 25 ára gamalt. Dagskrá fund-
arins verður birt siðar.
Frú Jakobína Sigurgeirsdóttir,
prófastsekkja frá Borg á Mýrum, andaðist hér í bænum 28. f. m.
Látnir íslenzkir prestar í Vesturheimi.
Séra Níels Steingrímur Thorláksson, fyrrum prestur í Sel-
kirk, lézt að heimili sinu í Canton S. D. 8. febr. síðastl. 8G
ára að aldri.
Séra Guðmundur Árnason, prestur safnaðanna í Álftavatns-
byggð, Lundar og Oak Point, andaðist 24. sama mánaðar.
Minningarorð um þá mun síðar verða birt hér í ritinu.