Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 16
126 Magnús Jónsson: April. færi, þetta vingjarnlega tilboð, til þess að bæta úr brýnni þörf á fljótum samgöngum? En Islendingar eru smáþjóð og' verða að vera tor- tryggin þjóð. Þessu var neitað. Þessu vingjarnlega boði var hafnað. Enga flugstöð vildum við hér hafa í liöndum útlendinga. Sendimaðurinn fór móðgaður og hryggur. Það hafði verið slegið á framrétta vinarliönd. Reynslán skar ekki heldur hér úr, af því að neitað var. En einhverjar afleiðingar hefði það getað liaft fyr- ir okkur, ef hér hefði í stríðsbyrjun verið vel útbúin þýzk flugstöð. Það er hætt við, að við værum þá búnir að sjá töluvert af vopnaviðskiftum hér í Reykjavík. Reykjavík stæði þá naumast jafnkeilc og nú er. Þegar 5 ára búsetuskilyrði til kosningaréttar var sett í stjórnarskrá okkar, þá þótti það hart að gengjð. ís- lendingur, sem hafði verið búsettur ytra og fluttist heim, varð að sitja í 5 ár án kosningarréttar. En var ekki rétt að taka á sig þessi óþægindi i örygg- isskyni? Þá þurftu Danir líka að vera hér 5 ár til þess að fá sama rétt. Uppsagnarákvæði sambandslaganna voru þröng. Það þurfti ekki marga ménn til þess að ráða þar úrslitum. Það var auðvelt að koma hér rétt í svip, ef áhugi var nógur, og ráða úrslitum. Hitt var erf- iðara að sitja hér i 5 ár. Ef til vill hefir þetta verið ó- þarfa tortryggni. Hér var engin óvinsemd á ferð, aðeins varúð. Menn gera ekki samninga af tortryggni einni, heldur af sjálfsag'ðri varúð. Og hvað er óþarft? Aldrei nokkurntíma liefir jafnmargt, sem áður var talin ó- þarfa varúð, reynzt raunhæft i mesta lagi, eins og nú á tímum. Ef nútíminn hefir kennt þjóðunum nokkuð, og' þá ekki sízt smáþjóðunum, þá er það þetta heilræði, sem ekki er skemmtilegt að öllu leyti: Verið sífelt á verði!

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.