Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 18
128 Magnús Jónsson: Apríl. deilugreinar í heimsblaði. Hér hefir búið margur kon- ungur á Kálfskinni, sjálfráður maður á litlum hletti. Sá, sem vildi heyra söng, varð að syngja sjálfur. Sá sem vildi leika á hljóðfæri, varð stundum að smíða það sjálfur. Sá, sem vildi klæðast vel, varð að koma upp öllu saman: Finna snið og efni og aðferð. Fegurðina urðu menn að sjá í fossum og fjallseggjum. Svo kom innrásin, og nú gafst á að líta og til að taka. Það var ljóta kotungsveröldin, sem við liöfðum lifað í! Sjáið þið híbýlaprýðina i Bíó — eða klæðaburðinn. Heyrið þið fagrar raddir úr Niflungaheimi útvarpsins. Öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð virtust sjást af þessu ofurháa fjalli tækninnar og framfaranna. Það virtist ekki einu sinni þurfa að falla fram fyrir neinum Ijótum karli til þess að eignast það? Allt þetta mun ég gefa þér, sagði innrásarherinn, og ekkert „ef“ virtist vera þar með? Ég set spurningarmerki við þessar setningar, þó að þær séu ekki í spurningarformi. Við höfum það orð á okkur, íslendingar, að við séum seinteknir og þumbaralegir í umgengni. Og sjálfsagt er elcki litið til í þessu. Þetta er galli á okkur, en við því er erfitt að gera, sem er eðli manns. Fyrir vikið fáum við það, að öðrum þjóðum gezt miður að okkur, og í okkar hóp grípum við til ýmissa ráða og misjafnlega góðra til þess að vex-ða ,,samkvæmishæfii*“. En fátt er svo með öllu illt o. s. frv. Þessi þumbara- háttur er ekki með öllu illur, enda er ekki að vita nema hann sé smátt og srnátt tiiorðinn við þöi*f. Hér er á ferð- inhi tregða þess manns, sem finnur ósjálfrátt, að hann þarf sífelt að verjast. Ilér er viðnámsafl gegn því, sem vill leggja okkur undir sig og buga okkur, hvort sem

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.