Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 23
Kirkjuritið. Þjóðerni og kirkja. 133 Hinu er ekki að neita, að síðustu kynslóðirnar hafa slitið sig að töluverðu leyti undan áhrifum kirkjunnar, cg þar sem hver kynslóð er ný, má segja, að arfur kirkj- unnar verði eklci metinn eftir nútímakynslóðinni. Og þó er það svo, að eplið fellur sjaldan langt frá eikinni. Það mót, sem kirkjan hefir gefið þrjátíu kynslóðum, ætti ekki að hverfa þegar i stað, og sízt þar sem kirlcjan hefir engan veginn verið afnumin, heldur starfað áfram óá- reitt og er „studd og vernduð“ af þjóðfélaginu. Kirkjan kemst því ekki hjá mjög verulegum hluta af ábyrgðinni á því, hvert manngildi íslendinga er, að svo miklu leyti sem það mótast af lífsskoðun og utanaðkom- andi áhrifum. Það væri að ýmsu leyti freistandi, að rekja það, hvern- ig kirkjan hefir unnið þetta mannræktarstarf sitt, en það er þó í raun og veru utan vébanda þessarar greinar. Auk þess býst ég við, að það væri að ýmsu leyti erfitt. Sag- an sýnir okkur jafnan niest af tindunum, en síður lág- lendið, þar sem almenningur elur aldur sinn. Hún sýn- ir okkur veðrahrigðin á þessum tindum, rosaský og storma eða heiðríkju og fegurð. En af þvi er ekki æfinlega hægt að draga ályktanir um gróður dalanna, hvort hann tek- ur sömu stakkaskiftum. Ég hýgg, að því fari fjarri. Mest af þeim stefnum og straumhvörfum, sem sagan segir frá, ^erast meðal fárra manna, en alþýðan er minna snortin. Hinar snöggustu breytingar fara þar fyr- ir ofan gai’ð og neðan. Þjóðai’sálin er þungt liafskip, sem ekki verður sveiflað fram og aftur. Aldir liafa liðið þar til Islendingar urðu kristnir, og aldir hafa liðið þar til þeir urðu lúterskir. Og þó hygg ég, að ýmsar þessar breytingar liafi orðið fyrri til lxér en annarsstaðar. í afskekktai'i héruðum ixiargra landa í Evrópu er kristn- m vai’la komin enn nema að nafni. Þá hefir og munur vei’ið mikill á mismunandi tímum, °g á sama tíma mikill rnunur manna. En sé litið á starf

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.