Kirkjuritið - 01.04.1943, Síða 11

Kirkjuritið - 01.04.1943, Síða 11
Kirkjuritið. Sjóndeildarhringur kristindómsins. 121 °g útsýnið þaðan — rístu nú upp og stíg upp á upprisufjallið háa og horfðu þaðan hátt og lágt, aftur og fram og allt um kring, °g sjaðu öll kærleiks, vísdóms og máttarmerkin og verkin skap- arans, Iífið og ódauðleikann yfir öllu, um allt og í öllu, ljósið og lífið og hjálpræðið eilífa lifa gegnum og starfa bak við allt, og bregja sér í allt til að lýsa, lífga og verma, friða og hugga og frelsa allt, sem lifir, úr álögum syndar og dauða, myrkra og meina, og lát nu þessa miklu sálarsýn og trúarskoðun þína gera heims og lífs- skoðun þína bjarta, fagra og blessunarríka. Hinn upprisni hjálpi þér og mér upp á upprisu trúar og skoðunarhæðina, og gefi þér þaðan að sjá öll ríki veraldar og dýrðina Drottins, í þeim og yfir þeim; svo að þú því fremur og betur kunnir að iifa lífinu hér og ljúka því um síðir sáluhjálplega og sjálfur þá verða dýrð- legur í dýrðarheimi, sem fyrst og fyllst. Hann hjálpi þér upp á upprisuhæðina, þegar þú situr hér á einhverjum sólskinsblettin- uni í heiði, og sýni þér þaðan, að þá áttu að vera glaður, en þó goður og grandvar, svo að síður komi yfir þig skuggi og skúr. En ef þú ert undir skýi, skugga og skúr, þá megir þú sjá sól 'Ua á bak við skýin, og skína í gegn; og huggast, styrkjast og hjálp- ast við það, að „innan skamms mun skína úr skýjum sólin blíð“. I Jesú nafni. Amen. Vertu með mér. Vertu með mér æfi alla, elsku kveik í minni sál; hljótt ég upp í hæðir kalla. Heyr mitt, faðir, bænarmál. Valgeir Helgason.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.