Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 9
Kirkjuritið. Sjóndeildarhringur kristindómsins. 119 Sjálfur hefir hann líka sagt: „Ég hefi og aðra sauði, og þá byrjar •nér einnig að leiða“. „Manns sonurinn er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það“; og „þegar ég er upp farinn, mun ég draga aha til mín“. Hér á líka við að muna þetta guðlega orð: að „Guð vill, að allir verði hólpnir“, og að „svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son til þess o. s. frv.“ Á hvað bendir allt þetta, og hverju lýsir það? Það bendir til bjargræðis öllum til handa, og varpar ljósgeislum himneskum jafnvel yfir og inn í hin „yztu myrkur“. Eða þá þetta blessaða orð hins upprisna: > Það mun verða ein hjörð og einn hirðir“. Mundi þá ekki ;,góði hirðirinn“, hann sjálfur, leita og lýsa einnig í myrkrum og skúma- skotum eilífðarinnar, og finna og frelsa einnig þar, líkt og hér, eins og hirðirinn, sem týndi einum sauð af 100, og konan, sem tapaði einum pening af 10? Við þessari brennandi spurningu er nú til enn þá eitt blessað svar, og einnig bráðnauðsynlegt; og það er þetta frá Pétri postula Drottins: „Hann fór burt og prédikaði íyrir öndunum í varðhaldi, sem þrjózkast höfðu forðum á dögum Nóa“. Þessi óviðjafnanlega og ómetanlega blessuð frásögn og kenning um „niðurstigning Frelsarans til helvítis" eða heim- hynna hinna fordæmdu, tekur af öll tvímæli, eða efa um það, að einnig hér er von, og að hvar sem hinn upprisni Jesús birt- lst, er og fer, þá er þar; og útfrá honum, um endalaust eilíft hjálpræði að ræða, eða von um það, eigi aðeins hér, á þessari einu litlu jörð, heldur og í öllum heiminum, bæði líkamlegum og and- legum og eilífum; og að hann sjálfur er og verður það „heimsins- ljós“, sem upplýsir hvern mann, hverja sál, og tvístrar og eyðir að lokum öllu tilverunnar myrkri, jafnvel hinum „yztu myrkr- um“ anda heimsins, þar sem verið hefir og er „grátur og gnístran tanna“. Því að hvað fór hann að prédika fyrir öndunum í varð- haldinu? Hvað annað en það sama, sem hann prédikaði hér, með orði og verki allt fram í dauðann á krossinum? Hvað ann- að en fagnaðarerindið, sáluhjálparlærdóminn um guðsríki; um trú, von og ást; um sannleik, réttlæti og heilagleik, um sakleysi, hreinleik og miskunnsemi; um iðrun og yfirbót synda, framför °g fullkomnun í dyggðum og farsæld fyrir guðselsku og mann- kærleik; og allt þetta með því, að vera og sýna sjálfan sig í verki °g sannleika sem fullkomna fyrirmynd og sönnun um þetta allt. Frá sjónarhæð upprisunnar, og við upprisuljós Lausnarans, sjaum vér því um víða veröld, Hæst upp í hæðir, djúpt niður í újúpin, aftur að upphafi og fram til enda takmarks tilverunnar; °S elsku skaparans og endurlausnarans alstaðar verandi og verk-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.