Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 12
April. Þjóðerni og kirkja. Það er mikið talað um innrásir um þessar mundir, og þær eru víða gerðar. Innrás í England var talað um á sínum tíma og er ef til vill enn. Og innrás á megin- land Evrópu liefir lengi verið á dagskrá, svo að nefnt sé aðeins það stærsta. Við hér á landi liöfum líka lalað um innrás, liðna og væntanlega, innrás á sjó eða í lofti. Allt eru þetta innrásir vopnaðs liðs, innrásir, er miða að því að hertaka löndin með vopnaviðskiftum — eða án þeirra, ef hinn aðilinn sér sér ekki fært að verjast. Noregur varðist innrás, en Danmörk ekki, en sama var gerðiii á báðum stöðum í raun og veru. Hingað var og gerð innrás með sama hætti. Vopnað lið kom og fór sínu fram. Nú er hér enn vopnað lið, er liingað kom eftir samningi, en innrás var það á sinn hátt. Ef ekki hefði verið ófriður i heiminum og innrásir gerð- ar, liefðu Islendingar ekki þurft að iiiðja og ekki beðið um neina vernd. Þá værum við ekki farin að sjá neitt Iierlið hér á íslandi, annað en þessa gaman-dáta, sem stundum stigu hér á land af herskipum, þar sem tappar voru í öllum fallbyssuhlaupum og friðarplástur yfir lier- mannshjartanu. Við lifum á tímum innrásar og liermennsku. tímum, þegar gamanið er á brott en alvaran starir andvöku- augum á hvern mann. Við lifum á ógnatímum og vitum þó minnst af ógnunum enn sem komið er. En í hættunni erum við — ekki aðeins yfirvofandi hættum utan frá, þeirri ókomnu, heldur beinlínis í hættunni. Það er í

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.