Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 42
152 Pétur Sigurðsson. April. Líkkista keisarans. Á ofsóknartímabili frumkristninnar var eitt sinn ungur sveinn leiddur inn á leiksviðið og átti að verða villidýrum að bráð. Er hann gekk inn um hliðið, sagði rómverskur hermaður við hann: „Hvar er nú vinur þinn, sonur trésmiðsins?“ Hiklaust svaraði ungi maðurinn: „Hann er að smiða líkkistu handa keisara þínum“. Réttur maður — réttur heimur. Hinn þekkti enski prestur og sálfræðingur, Leslie Wether- head, segir: „Þegar ég liugsa um hin eyðileggjandi verk mann- anna, þá er sú fullvissa huggun min, að hið illa getur aðeins rifið sundur myndirnar af sjálfum veruleikanum. Filman — eða veruleikinn sjálfur er í hendi Guðs“. Veruleikinn sjálfur í hendi Guðs. Prestur nokkur var að semja ræðu. Litil dóttir hans var inni á skrifstofunni og var stöðugt að trufla hann. Seinast tók hann það ráð að skera með beittum vasahníf sínum i fjölmarga smá- hluti landabréf, sem lá þar á borðinu hjá honum af Norðurálf- unni, og sagði litlu stúlkunni að setja það rétt saman. Eftir stutta stund kom hún með landabréfið rétt sett saman. Undr- andi spurði faðir hennar: „Hvernig fórstu að þessu, barnið gott?“ „Það var þannig, pabbi“, svaraði litla stúlkan, „að hinumegin á landabréfinu var mynd af manni, og þegar maðurinn var rétt- ur, þá var Norðurálfan eins og liún á að vera“. Það er ekki mikið sem á vantar, að heimurinn sé eins og liann á að vera, aðeins þetta, að maðurinn sé eins og liann á að vera. Læknir nokkur á Englandi segir frá þvi, að kvöld eitt eftir að stríðið hófst liafi börnin sin komið lilaupandi inn til sin og sagt: „Pabbi, við höfum aldrei séð stjörnurnar fyrr en nú, að búið er að slökkva götuljósin“. Stjörnurnar tindra í myrkrinu, á hinum erfiðu timum ganga fram stærstu andar mannkynsins og bera Guði og sann- leika hans vitni. Merkur danskur rithöfundur, Arne Sörensen, segir i bókinni „Det Moderne Menneske“: „Guð er einasta bjarg- ráð heimsins“. Hinn mikli lærdóms og vísindamaður, Aldous Huxley bendir i raun og veru einnig á þetta sama og eina bjargráð. Pétur Sigurðsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.