Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 24
134
Magnús Jónsson:
Apríl.
íslenzku kirkjunnar í lieild, þá hygg ég, að ekki verði
af henni liaf-t það, að hún hafi verið heilladrýgst stofn-
un, sem þjóð okkar hefir átt, og það svo, að ekkert ann-
að kemst þar nálægt. Hún hefir veitt menntun og lyft-
ing inn í þjóðlífið, holl ráð og' stvrk í raunum. Hún hefir
að sjálfsögðu ekki frekar en annað, sem menn fara
höndum um, getað komizt lijá því, að byrla þjóðinni
eilthvað, sem liefir verið miður hollt, en sjaldan mun
hún hafa gjört það viljandi.
Og blys kristindómsins Iiefir hún borið kynslóð eftir
kynslóð í öllum hreggviðrum þjóðlífsins. Hún hefir
varðveitt fjársjóðinn dýrmæta, sem lienni var falinn,
og miðlað mönnum af honum eftir því, sem liver kvn-
slóð hefir verið fær að gefa og þiggja. A einhverjum
mestu fátæktarárum þjóðarinnar, þegar að því sýndist
draga, að hún væri að færast nær og nær hordauðanum,
lyfti hún þessum fjársjóði livað hæst í sálmum Hall-
gríms og fleiri ágætra skáldlderka, prédikunum Yída-
iins og hirðistarfi séra Jóns Steingrimssonar. Og hin
nývaknaða þjóð söng eins og fuglarnir syngja á nývökn-
uðum vordegi, hina dýrlegu sálma, sem nú eru í sálma-
bók vorri, einhverjum mesta dýrgrip, sem kirkja voi
á nú.
Það væri bæði gaman og lærdómsríkt, að gela sýnt þeim,
sem halda að kirkja vor hafi lítið lagt til málanna um
uppeldi íslenzku þjóðarinnar — ef svo einfaldir menn
eru þá til svo að mark sé á takandi — það væri lær-
dómsríkt að geta sýnt þeim þjóðina eins og.hún væri
á sig komin, ef á brott væri numið allt, sem kirkjan
hefir gefið henni.
Við eigum eitt nærtækt dæmi, ef litið er til þjóðernis
okkar, um það, hvílíkur brimbrjótur kirkjan getur verið
þjóðerninu. En það er kirkja Vestur-lslendinga.