Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 41
Kirkjuritið. R. Beck: Kristur. 151 lokum, að krossinn var sigursælasta tákn tilverunnar. I Engaddi og Getsemane voru örlög mannkynsins ráðin. Á báðum þessum stöðum átti Jesús frjálst val. Hann gat snúið til baka, en bann gerði það ekki. Hinn frelsandi, fórnandi kærleikur sigraði, samfara traust- inu á þá guðlega eiginleika mannkynsins, að það væri fórnarinnar vert. Þessvegna geymir mannkynssagan þá einkennilegu staðreynd, að dauðinn á Golgata varð líf kynslóðanna. Friðrik J. Rafnar. Kristur. Enn knýr þú að dyrum í kærleika, auðmýkt og friði; enn kemur þú, meistari, víða að lokuðu hliði; enn drukknar þín áströdd í hergný, sem hamstola æðir; enn hnýtist þér kóróna þyrna og sál þinni blæðir. Enn láta menn boðskap þinn berast sem þyt út í geiminn; enn borðorð þín ritast í sandinn um gjörvallan heiminn; enn krossfestan aftur má kenna þig, meistari, víða; enn, konungur sannleiks, þér mannkynið neitar að hlýða. Nær lærum vér, fávísir, fræði þíns guðborna anda, þinn fagnaðarboðskap um sigurmátt græðandi handa? Vér ráðþrota spyrjum. — Þú brosandi breiðir oss hendur og býður oss leiðsögn á sólhýrar framtíðar strendur. Richard Beck.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.