Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 29
Kirkjuritið. Þjóðerni og kirkja. 139 áður var. Virðing fvrir kveðskap merkir ekki, að úrrýma skuli öllu nema rímnalögum. En það á að elska það og' meta og bera hlýtt þcl til þeirra, sem þetta sömdu og lifðu við það. Og það á að láta hið nýja og góða bera keim af því. Þráður menningarinnar á ekki að slitna. Við eigum að kappkosta að leggja ekki minna frá okk- ur sjálfum til í það, sem við gerum, en eldri kynslóðir gerðu. Prestar munu finna, að það er í þessu viss trúar- leg tilfinning, andleg beilbrigði og festa, sem styður kristindómsboðun þeirra. Ivristnin er hin gamla bugsjón, sem alltaf er ný. Hún er okkar elzti menningararfur. Menningarlaus nýfýkni er óvinur trúarinnar, lausagopa- háttur, sem á sér ekkert fyrirheit. Einmitt presturinn er maðurinn, sem á að skilja þetta, og liann á að benda á það. Hann er líklegastur til þess að skilja samhengi þessa tvenns: Hins þjóðlega og trúarlega. Þess vegna er hann heilbrigðari vakningarmaður þess þjóðlega en nokkur annar — og á ég þar við „prest“ í víðtækustu merkingu þess orðs, hvern þann mann, sem vill vinna allt Guði lil dýrðar og leiða aðra á þann veg. Þá er ekki síður hitt, sem veit að framtíðinni, að prýða og bæta landið og þjóðina og fella þar allt hið nýja inn í umgerð þá, sem fyrir er. Úlfaldar fara vel í eyðimerk- urlandslagi, en þeir yrðu skrítnir, ef þeir stæðu á beit í íslenzkum hvannni. Þar fer hesturinn betur og sauð- kindin. Svo er og um hús og húsgögn, og ekki síður báltu alla og framkomu, orðfæri og yfirbragð, lifsskoð- un og kirkjusiðu. Það islenzka fer Islandi og íslend- ingum bezt. Vitna ég þar til þess, er ég sagði hér að framan um það, ef íslendingar hefðu orðið að gerast meþódistar eða presbýteríanar til þess að komast í krist- inn félagsskap vestan hafs. Sá félagsskapur, sem hér væri sjálfkjörinn samherji kirkjunnar, er ungmennafélagsskapurinn. Þessi mikli bópur ungra pilta og stúlkna um land allt er einhver

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.