Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1945, Page 11

Kirkjuritið - 01.04.1945, Page 11
Kirkjuritið Vegurinn til hins heilaga samfél. 129 Út frá þessum staðreyndum verður Hvítasunnuundrið ekki torskilið. Þyturinn er hljómur frá æðri heimum, sigursöngvar ljósheima. Og eldlegu tungurnar eru ljós- blik andans, gneistar frá hinum dýrlega Kristi eins og bann þá var orðinn. Þar sem leið vor mannanna er ákveðin af eilifum Ouði gegnum þessi þrjú stig Kristsþróunarinnar, þá er Hvítasunnuhátíðin alveg sérstaklega mikilsverð. Hún getur orðið Öllum kristnum mönnum, ef rétt er skilið °g samkvæmt þvi er hugsað, vígsludagur. Vitund vor flytur sig þá inn á liin æðstu svið mánnlegrar fullkomn- nnar. Hin mannlega fullkomleikaþrá stígur þá úr djúp- um lögmálslíkamans gegn um svið ummyndunarinnar og teygir sig upp móti ljÓstungum andans. Ljósheimarnir færast nær. Himininn færist nær. Guð breiðir út arma sina yfir meúnina á þessari jörð. Attdinn heilagi snertir vitund vora með ljúfum en sterkum mætti sínum. Og Hrottinn Kristúr er mitt á meðal vor í himneskri dýrð. Hvel með oss öllum, Drottinn Kristur.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.