Kirkjuritið - 01.04.1945, Blaðsíða 21
Kirkjuritið í samkmiduhúsum Jerúsalem.
130
testamentisins og sjáum fyrir okkur menn þess, bæði
góða og illa, allt frá Mósesi og Aroni til Kóra, Datans og
Abírams. Bekkina skipa fulltíða karlmenn og drengir,
allir með snúna lokka niður með báðum eyrum, áþekk-
asta í laginu tappatogurum. Guðsþjónustan stendur sem
hæst. Ilvítserkur tónar hástöfum og er jafnframt for-
söngvari. Þegar hann syngur, taka allir undir, og iiver
með sínu nefi. Kemur mér í lnig það, sem Þórliallur
biskup sagði eitt sinn um söfnuð í afskekktri kirkju á
íslandi: „Þar þótti mér beztur söngur, því að þar sungu
allir, en engjnn lagið, og þar söng ég líka“ Já, þetta
var góður söngur í þeirn skilningi. Enginn dró sig í hlé,
heldur söng iiver maður af lifi og sál. En ekki var sú
kveðandi fögur að heyra. Þátttaka safnaðarins í guðs-
þjónustunni er svo mikil, að hann syngur ekki aðeins
aieð forsöngvaranum, lieldur líkir eftir tilburðum lians,
er hann vaggast i liðum með list og með sniði. En mis-
böndulega tekst það og yfirleitt ekki vel í augum okkar,
sem eigum mjög bág't með að fylgjasl með efninu. Menn
'óa í gráðið og laka hakföll stór, rugga sér til hliðanna
°g íram og aftur eins og í æðandi öldugangi. Þetta er
akaflega smitandi, og fyrr en varir eru félagar okkar
báðir farnir að rugga sér allhressilega. Mér sýndust
bippir fara um herðar Magnúsi, en liann þraukaði kyrr,
bvað sem um mig kann að liafa verið. Milli þess sem
songvarinn syngur og tónar, flytur liann hænir, og þar
ei' nú hraðinn á og krafturinn og stundum réknar á
teikna rokur. í lok bænarinnar stendur söfnuðurinn allt-
at upp og syngur: Amen. Þvi lerigra sem líður á guðs-
Þjónustuna, því meir vex ákafinn og fjálgleikinn og
verður svo ofsafenginn, að okkur liggur við að halda,
s.umir séu í þann veginn að falla í leiðslu. Þeir lemj-
ast um, og svitinn bogar af þeim. Alókurinugir menn
maettu ætla, að þeir væru að brjálast, og mér verður
uigsað til lýsingar Selmu Lagerlöf í „Jerúsalem“ á dansi
órumunka. Skammt frá okkur situr maður um fertugt,