Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1945, Side 34

Kirkjuritið - 01.04.1945, Side 34
Apríl-Maí. Bréfakaflar frá Broddanesi. ,Minningar“. Tryggvi Þórhallsson sagði einu sinni við mig: „Því byrjuðuð þér ekki fyr að skrifa?“ Ég sagði honuin, að ég liefði ekki haft ástæð- ur til þess, á meðan börnin voru ung. Það skildi hann vel, eins og allt annað. Þetla var rétt, kringumstæðurn- ar leyfðu mér aðeins að lnigsa, en ekki að skrifa, til þess þurfti meiri tíma. Samt bjó hún um sig í leyni þessi löngun til að skrifa, hún var eins og lítið, þroskalausl barn, sem biður móður sína að lofa sér að sjá heiminn og lífið. „Minningar“ mínar lét ég frá mér, mest fyrir áeggjan annara, þær voru einskisvert uppkast. Einar Ó. Sveinsson sagði á þeim árum, að hann ætlaði að ráð- leggja þeim, sem skrifuðu endurminningar sínar, að skrifa eins og Theodóra Thoroddsen. Þetta fannst mér fjarstæða, það geta ekki allir verið eins gáfaðir og frú Theodóra, hún er ein með allra gáfuðustu konum lands- ins. Tryggvi sag'ði mér, að ég skyldi ekki taka mark á ritdómum, þeir væru alla vega til orðnir. Ég sagði hon- um, að sumum þætli ég' liafa oflitið af sögnum frá öðr- um, en of mikið frá sjálfri mér, en honum gat ég sagt eins og var, að það væru litlu, vængstýfðu fuglarnir minir, sem vildu ía að lyfta vængjum. „Og látið þér þá Iiara fljúga“, sagði liann, og það gerði ég. Og nú í seinni tíð, tek ég pennann stund og stund eftir því sem sjónin þolir, því alltaf er löngunin söm og jöfn eftir pappírnum, pennanum og bókunum. Ég er oft inni- lega sæl, með sjálfri mér, þegar ég' held á óskrifuðum pappír eða blekbyttu.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.