Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1945, Page 42

Kirkjuritið - 01.04.1945, Page 42
Magnús Jónsson: April-Mai. 160 mikið. Börnunum fjölgaði. Ég man röðina: Annanie kölluð Anní, Hálfdán kallaður Haddi, Þórhildur köll- uð Hilda, Cecilia kölluð Silla, Páll kom síðast, kallaður Palli. Allar þessar minningar vefjast saman og skilja ckki hver við aðra. Ég hið systkinin að virða á hetri veg, að ég set hérna þessi styttu nöfn, sem nú eru flestum löngu glevmd og horfin, en þau eru órjúfanlegur hluti myndarinnar af „gamla heimilinu“, sem séra Hálfdan prófastuL’ minntist svo fagurlega í lniskveðju sinni við jarðarför móður hans. Hin sistarfandi húsmóðir taldi ekki eftir sér neinn snúning til þess að samrýma litlar tekjur stóru og fögru heimili. Frú Helgason var prýðilega greind kona og vel að sér. En sérstaklega átti hún auðæfi sannrar menningar. Á- gætar ættar stóðn að henni, og sjálf var hún prestsdóttir — ungfrúarnafn liennar var Licht — fædd á prestsetri á Jótlandi en alin upp á Horne, prestsetri á Fjóni. Hékk málverk eftir mann hennar, af þessu fagra prestsetri og kirkjunni fornu í stofunni, og var sem frá því legði and- hlæ þeirrar gömlu og finu menningar, sem einkennir danska prestagarða. En þessa gömlu menningu l)ar frú Helgason með sér ósjálfrátt og óafvitandi í liinni frjáls- legu en notalegu umgengni. Sérstaklega var frú Helgason hneigð að músík. Alltaf gat lnin fundið stund til þess að grípa i hljóðfærið, og margar voru skemmtistundirnar við söng og hljóðfæra- slátt á heimili hennar fyrr og síðar. Ilún hafði milda og þjálfaða rödd, og maður hennar var einnig raddmaður ágætur. Lærði ég þarha fjölda laga, en þakkaði mín- um sæla fvrir, að ég var í mútum, svo að ég gat ekki kom- ið upp nokkru sönghljóði. Það hefði orðið mér fullkom- in ofraun fyrst í stað. Síðar kom frú Helgason mér til að syngja, og syngja óhikað, gala svo að undir tók, stór- eflis aríur og önnur sólólög. Hún hafði lag á að þoka manni út í þetta án þess að maður vissi af. Já, minningarnar væru margar, ef farið væri að leita

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.