Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1945, Side 50

Kirkjuritið - 01.04.1945, Side 50
168 Magnús Jónsson: Apríl-Móí. gast sífellt, og uppsker þá í síðari tilveru, samkvæml ó- hrekjandi náttúrunauðsyn, það, sem hún hefir sáð í þeirri fvrri, hvort sem það er gott eða illt. Það er ekki laun og hegning, sem um er að ræða, heldur orsök og afleiðing. Þar sem svona er litið á tilveruna, hlýtur endurlausn- arþráin að beinast að því, að losna við þessa jrtri lilveru, þennan kveljandi skynvilluheim, þessa eilífu endur- tekningu þjáninga og tilgangsleysis. Frelsarans hlutverk verður að benda á leið út úr völundarhúsinu. Hann verður að kenna leiðina lil þess, að komast hjá endur- holdgun, þannig að sálin geti endursameinast frumvirki- leikanum. En þar sem Karma er órjúfanlegt náttúrulög- mál, næst þetla mark ekki með öðru en því, að allt illt sé horfið úr sálinni, engin orsök sé framar til endur- holdgunar, hvorki til svokallaðs ills eða góðs. Takmark- ið er því algerlega neikvætt. Öll hin skynjanlega tilvera er ill, og takmarkið er því það eitt, að losna við það allt saman og Iiverfa i tilveruleysið. Andlegt umhverfi Ivrists og sú heimsskoðun, sem liann ólst upp við, var gagnólík þessu. Þúsund ára trúar- saga Gyðingarþjóðarinnar var skráð í heilagri bók, og miðdepill hennar allrar var hinn eini Guð, fullkomlega réttlátur og óhreytanlegur, i senn faðir og konungur þjóðarinnar. í stað hins óljósa frumvirkileika, liins ó- lýsanlega alfullkomna, sem varla var hægt að segja, hvorl eiginlega var til i þess orðs venjulegu merkingu, var liér hinn hátignarfulli konungur, liinn lifandi Guð. Hann hafði skapað heiminn og var sístarfandi að stjórn Jians og viðhaldi. Heimurinn var lians konungsríki, mjög svo raunverulegur og alll annað en vondur. Guð sjálfur hafði lilið yfir hann og séð, að hann var harla góður. Upplýstir, og oft og einatt ekki lílið upiDbelgdir al vísindum, hafa menn oft haft það sér til dægrastytting- ar, að henda gaman að sköpunarsögunni í 1. Mósebók.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.