Kirkjuritið - 01.04.1945, Page 54
172
Magnús Jónsson:
Apríl-Mai.
ingarleysi og andlegn tilveruleysi fyr en hún fer að fást
við þessi merkilegu verkefni, fer að leita bæði út á við,
út i fjarvíddir himingeimsins, og inn á við, inn í smá-
heima frumeindanna og inn í dularheima mannssálar-
innar. Ilversvegna gerðist ekki þetla í hinni fornu menn-
ing Austurlandaþjóða?
Það má sjálfsagt leila margra svara við svona víð-
tækri spurningu. En ekki fer þó hjá því, að þetta stend-
ur að einhverju miklu levti í sambandi við heimsskoð-
unina. Heimurinn og þessi tilvera, sem vér höfum í
kringum oss, er ekki jafn merkileg, hvelur ekki jafn-
mikið til rannsókna og skoðunar, ef hún er sjónhverfing
ein, meiningarlaus og tilgángslaus, slysni ein og skemmd
á þvi eina, sem gildi hefir, eins og ef hún er hið raun-
verulega, löghundna tilgangsríka, er tilveran sjálf, í-
mynd liins eilífa. Austurlandaþjóðirnar lifa árþúsund
eftir árþúsund við þá skoðun, að heimurinn sé sjón-
Iiverfing og allt, sem gerist, sé tilviljun og tilgangslaust
liringl, sem maðurinn verði að losna við til þess að fá
frið. Það er ekki von, að rannsóknavísindi hefjist af
þessari forsendu.
Evrópuþjóðirnar safnasf aftur á móti smámsaman,
eftir þvi, sem þeir koma út úr myrkrinu, saman um lífs-
skoðun, er segir, að heimurinn sé skapaður af hinum
eina Guðs. Ilann er mynd af vilja Guðs, og því lögbund-
inn og skiljanlegur, ef nógir eru vitsmunir til þess að
skilja hann. Hver myndi vilja glíma við dæmi eða gesta-
þraut, ef hann vissi eða þættist vita fyrirfram, að engin
lausn væri til? Að tilveran verður mönnum rannsóknar-
efni, hlýtur að byggjast á þeirri sannfæringu, að hún
sé skynsemirinar lögum háð. Þetta er alveg tvímæla-
laust skilyrði. En við hlið þess kemur svo annað skil-
yrði til greina, sem þessar tvær heimsskoðanir greinir
líka á um, og það skilyrði er, að tilveran sé góð í eðli
sinu. Þvi að þá verður þekking á henni nauðsynlegt skil-
yrði þess, að geta fylgt þeirri stefnu, sem til lifsins leiðir.