Kirkjuritið - 01.04.1945, Qupperneq 57
Kirkjuritið
Tveir m'annkynsleiðtogar.
175
kyrrð. En hitt greinir menn á um, hvort Nirvana sé i
rauninni tilveruleysi, aleyðing, slokknun tilverunnar,
eða hvort réttara sé að kalla það sameiningu við frum-
virkileikann. Og þar sem frumvirkileikinn einkennist
ekki af neinu öðru en því, að hann einkennist alls ekki,
verður erfitt að finna, liver munur er á þessu tvennu:
Aleyðingu og sameiningu við frumveruleikann.
Þessi tvö liugtök, guðshugmyndin og takmarkið, sýna
nijög skýrt, hve mikið greinir á milli þessarar heimsskoð-
unar og kristindómsins. Hitt er svo annað mál, að finna
má ýms meginhugtök, sem eru lík. Og þessar stefnur
liafa með tímanum sveigzt nær livor annari. Má í því
sambandi heuda á kenninguna um Amída Búdda, sem
Itefir að miklu leyti komið í stað Búdda, frelsarinn með
sína „Vestrænu Paradís“.
En muninn á þessum tveimur hugmyndaheimum og
um leið hið sameiginlega vil ég að lokum draga fram
með þessum orðum:
Búdda undirgengst að taka á sig fórnina, að lifa, til
þess að mennirnir geti umflúið lífið og hlotið algleymið.
Kristur undirgengst það, að fórna lífi sínu i dauðan-
um, til þess að mennirnir geti umflúið dauðann og öðl-
ast lífið.
Markið er ólíkt, en lúð frelsandi afl er hið sama:
Kærleiksfórn liins fullkomna fyrir veika og ógæfusama
menn.
Magnús Jónsson.