Kirkjuritið - 01.04.1945, Qupperneq 60
178
Árni Sigurðsson:
Apríl-Mai.
skal Guðs ásí og náð gleðja og hreysta hugi þejrra i
nýrri, góðri baráttu.
Jesús Kristur kom til þess að fullkomna það, er spá-
mennirnir iiöfðu hirt og l)oðað. Hann kom til þess að
staðfesta nýjan sáttmála milli Guðs og manna, rita lög-
mál Guðs, lögmál clsku og réttlætis, sannleika og hrein-
leika í lijörtu mannanna. Og í öllu sínu hjálpræðis-
verki vildi hann rífa niður þá múra og milliveggi haturs,
tortryggni og Jileypidóma, sem aðgreina mennina og
skilja þjóð frá þjóð. Allir áttu mennirnir að verða eitt
i Drottni, verða fullkomlega sameinaðir í anda, allir
verða lýður Drottins, Israel Guðs, allir þekkja og gjöra
vilja hans. Öll jörðin skyldi þannig fyllast þekkingu á
Guði, og allt lifið á jörðinni helgast af anda Krists og
krafti. Og þetta var svo falið kirkju Krists á jörðinni, að
gegna þjónustu hins nýja sáttmála, vinna að því án af-
láts, að mennirnir lærðu að hugsa liugsanir Guðs, og
vilja það sem hann vill, og mættu komast að fullri raun
um það, að lýðsins sanna upphefð er i því fólgin að auð-
mýkja sig fyrir Guði, og leyfa honum að rita heilög' hoð
vilja síns í hjartalagið, hugarfarið og viljalífið. Þá skal
liyer misgjörð verða fyrirgefin, drýgðra afbrota eigi
framar minnzt, en Guðs velþóknun og náð efla dáð og
dug, til þess að reisa og treysta nýtt og sælla lif og sam-
félag í þessari þjáðu veröld vorri.
I dag er það lilutverk kristninnar, að boða í orði og
verki nýja öld friðar og blessunar, nýjan heim réttlætis
og bræðalags, og gegna þannig þjónustu hins nýja sátt-
mála, sem kolnast þarf í fulla framkvæmd. Það er fagn-
aðarerindi Krists eitt og ekkert annað, sem fær verndað
og trvggt frið á jörð. Og eigi aðeins friðinn, heldur og
allt heilbrigt líf, siðfegurð og sannan þroska mannanna.
Hlýðnin við orð Krists og anda, lögmál Guðs, ritað í
hjörtun, er eina leiðin til þess að upp af „svita, blóði og
tárum“ nútímakynslóðarinnar spretti nýtt og sælla lil
á jörð.