Kirkjuritið - 01.04.1945, Side 63
Kirkjuritið
Nýr sáttmáli.
181
Vér vitum, að hið nýja líf verður að liefjast heima,
í hug og hjarta sjálfra vor. Vonin um nýjan og Itetri
heirn reynist hlekking ein og fjarstæða, ef mennirnir
verða ekki nýir og betri menn. Þess vegna skal alvar-
lega gjalda varhug við fortölum þeirra, sem kunna að
Iialda því fram að nauðsyn sé að hata áfram, koma sér
upp nýrri víglínu mannhaturs og tortryggni, til þess að
áfram megi halda „hið eilífa stríð“. Þess vegna skal
hrjóta gömlu banaspjótin og biðja um það, sem skáldið
og þjóðarleiðtoginn bað um, Islandi og þjóð sinni til
banda:
„Drottinn, lát strauma af lífssólar ljósi
læsasl í farveg um hjartnanna þel.
Varna þú byljum frá ólánsins ósi.
Unn oss að vitkast og þroskast.
Gef beill, sem er sterkari’ en Hel“.
Svo fer þar, sem sáttmálinn við Guð er belgur liald-
inn og órjúfanlegur, og lögmál hans ritað á hjörtu mann-
anna. Þar veitist heill, sem er sterkari en Hel, og nýr og
betri heimur ris á rústum hins gamla.
Árni Sigurðsson.