Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1945, Side 64

Kirkjuritið - 01.04.1945, Side 64
Apríl-Mai. í faðmi fjallanna og faðmi Guðs. Ræða eftir séra Jakob Jónsson við guðsþjónustu í Skíða- skálanum á Kolviðarhóli, á föstudaginn langa 1945. Sungnir voru sálmarnir: „Ö, liöfuð dreyra drifið“ og „Víst ert þú, Jesú, lcóngur klár“, og lesin frásögnin um krossfestingu Krists). Hverju mundir þú svara, ef einhver spyrði þig, af hverju þú færir hingað upp eftir um hátíðarnar. Þú mundir sennilega svara því á ofureinfaldan liátt: Til þess að hressa mig við göfuga íþrótt, útiloftið og fjalla- blæinn. En hefir þú í raun og veru numið staðar til að athuga, hvaða þrá það er, sem knýr þig til ferðar? Það f/æti verið einskonar flótti, — flótti frá borgarysnum, þéttbýlinu og þrönginni eða jafnvel flótli frá einhverju í sjálfum þér. — En ef það er ekki, hver er sú þrá í já- kvæða ált, sem laðar þig í fjallafaðminn? Hvað er það, sem þú undir niðri leilar að? Þú leitar að hreyfingu og hressingu? Þú villt njóta þess að finna frjálst fjallaloftið leika um þig —og að fljúga á öndrum þínum niður brekkurnar, sigra hættur og erf- iðleika, fara frjáls ferða þinna um víðátluna eða livílasl í faðmi fjallanna. Þú þráir i einu orði sagt að lirífast, — að lifa nokkra daga fulla aðdáunar, ekki fyrst og fremsl á sjálfum þér, heldur náttúrunni umhverfis þig, frels- inu og mættinum. Þrá þín eftir þrótti og fegurð hefir áll mestan þátt i því að fara þessa leið. En í þessu er tilbeiðsla, — lotning, sem er trúarlegs eðlis, þótt þú veitir þvi ef til vill ekki athygli sjálfur. Það er ekki tómur fyrirslátlur, þegar sumir vinir inínir „þurfa ekki“ að fara til guðshúss á lielgum dögum, því að þeir séu hér inni milli fjallanna í stórfenglegra musteri

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.