Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1945, Side 75

Kirkjuritið - 01.04.1945, Side 75
I Freysteinn Gunnarsson skólastjóri segir meðal annars þetta um bókina ,,Þor og Þróttur“ eftir Ás- mund prófessor Guðmundsson: „— Þessi bók, Þor og þróttur, er einskonar kennslubók í sjálfsuppeldi, ekki fyrst og fremst til vits og lærdóms, held- ur öllu heldur vilja og tilfinninga, leiðsögn að því tornáða marki að verða heilsteyptur í skapgerð, verða að manni í beztu og sönnustu merkingu þeirra orða. — Heilræðin eða boðorðin, sem hún flytur, eru ekki mörg og ekki flókin. „Vertu reglusamur, áreiðanlegur, einbeittur, þrautseigur". Með velvöldum dæmum sýnir bókin, hvernig þessar einföldu og fáu lífsreglur geta nægt hverjum einum, með Guðs hjálp og góðra manna, til að öðlast það þor og þann þrótt, sem til þess þarf að standast örðugleika lífsins eins og manni sæmir. Þessi bók á þarflegt erindi til allra, ekki aðeins til þeirra, sem ungir eru. Ég hefi lesið þessa bók oftar en einu sinni og sannfærzt æ betur og betur um. að hún er góð bók, hollur lest ur og íhugunarefni hverjum þeim, sem vill verða að manni“. Bókaverzlun Sigurffar Kristjánssonar, Bankastræti 3. Rit Prestafélags íslands: Kirkjuritið. Nýir kaupendur fá árgangana, sem út eru komn- ir, (níu alls, nálega hvert hefti) fyrir 30 kr, Prestafélagsritið. 15 árgangar seldir fyrir 40 krónur. Messusöngvar eftir Sigf. Einarsson fást nú aftur í fall- egu bandi. Verð 18 kr. Samanburður Samstofna guðspjallanna gjörður af SigurSi P. Sívertsen. Ób. 6. kr. Kirkjusaga eftir Vald. V. Snævar skólastj. í bandi 5,kr. Erindi um Guðs ríki eftir dr. Björn B.Jónsson. Ób. 2.50 ib. 3.50 og 4.00. Heimilisguðrækni. Ób. 2.50. í bandi 3.50. Rit þessi má panta hjá bókaverði Prestafélags- ins ungfrú Elísabctu Helgadóttur, Hringbr. 144, sími 4776, Reykjavík, bóksölum og prestum.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.