Kirkjuritið - 01.09.1948, Síða 9

Kirkjuritið - 01.09.1948, Síða 9
VIÐ VEGASKIPTI 183 gómi sínum í vatn og kæli tungu mína, því ég kvelst í þessum loga. En Abraham sagði: Minnstu þess, sonur, að þú hlauzt þín gæði, meðan þú lifðir, og Lazarus á sama hátt sitt böl, en nú er hann hér huggaður, en þú kvelst, og auk alls þessa er á meðal vor og yðar mikið djúp stað- fest, til þess að þeir, sem vilja fara héðan yfir til yðar, geti það ekki, og að menn komizt ekki þaðan yfir til vor. (Lúk. 16, 19.—26.). Sumir menn hrósa sér af trúleysi sínu. Þeir um það, ef þeir halda, að þeir hafi ráð á því. En hitt er óskiljan- legt, er þeir halda því fram, að þeir sjái hvorki snilld ué speki í frásögnum eins og þessari. Aldrei lesum við hana svo oft, að við undrumst ekki þær geysilegu and- stæður, sem hér eru settar fram, og við hljótum að spyrja og það með nokkrum kvíða: Hvenær mætast þeir þessir tveir ólíku menn, þessir tveir öreigar, sem sagt er frá, öreigi hins veraldlega auðs og öreigi andlegra verðmæta? Við getum sleppt með öllu að reyna að ráða þá gátu, hvað bíði þeirra í annarri og okkur ókunnri tilveru, hvort vegir þeirra haldi áfram að fjarlægjast meir og meir, annar liggi til lífsins, en hinn til dauðans. Á þeim gátum halda menn, að þeir eigi margar lausnir. En þó að við sleppum þessari miklu og óendanlegu ráðgátu, gefur sagan °kkur nægilegt umhugsúnarefni — um það líf, sem við lifum og þekkjum, eða ættum að þekkja, að minnsta kosti betur en það, sem tekur við að því loknu. Þegar við hugsum um þessa tvo menn og örlög þeirra, finnst okkur sennilega undarlegast, hve skammt er milli þeirra, en samt eiga þeir alls enga samleið, þeir eru sam- býlismenn, sem aldrei hittast, eða samferðamenn, sem í engum áfanga leiðarinnar mætast. Það er líkast því sem þeir lifi hvor í sínum heimi, meðan ævin endist, og þó býr annar aðeins utan við dyr þess húss, sem hinn býr í. Húseigandinn er mjög hamingjusamur maður. Það virðist jafnvel ekki trufla gleði hans að rekast á þennan kaun- um hlaðna vesaling í hvert sinn, sem hann fylgir gestum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.