Kirkjuritið - 01.09.1948, Síða 16

Kirkjuritið - 01.09.1948, Síða 16
190 KIRKJURITIÐ Af stíl kvæðisins að öðru leyti býst maður ekki við þessu þarna. En svona grunnt er alltaf niður á trúargrundvöllinn hjá Matthíasi, að jafnvel Þorri karl kemst ekki hjá að hugsa um, hverjum líf þeirra var að þakka, þó að hann nefni hann ekki. — Líkt má segja um hafískvæðið, um „landsins forna fjanda,“ ógnum glæstan og ægifríðan, eins og hann segir um Fjóra reiðmenn: Ótal þúsund örvabroddar glitra,1) ótal þúsund sólargeislar titra, skjálfa hræddir hörku þinni mót. En áður en kvæðinu lýkur, er komið annað hljóð. Þá segir hann: Ertu kannske farg, sem lyftir fjöður fólgins lífs og dulinskraftar elds, fjörgar heilsulyfjum löður, læknir fjörs og stillir hels? Svo að landsins forni fjandi er orðinn þetta! Svona rík er hún hjá Matthíasi, trúin á, að tilveran sé innst inni góð og viturleg. Svo að trúin sigrar þar líka allar ógn- irnar og allt endar í bjartasta optimisma, eins og vant er. Hitt atriðið, sem mér finnst þurfa meiri útfærslu en er í uppkasti þínu, það er trúarbaráttan, sem vafalaust hefir verið í sál Matthíasar. Þú minnist á reik nokkurt um viss trúaratriði, en eg hygg að það hafi verið miklu meira. Mér er nær að halda, að hann hafi stundum efast um allt eða því nær allt. T. d. um líf eftir dauðann. Mig rámar eitthvað í kvæði, sem hann orti til Ásgeirs læknis Blöndals, sem hafði misst barn sitt. í því kvæði minnir mig sé þessi vísa: Guð náði okkur póeta og presta með pokann og bjölluhatt, 1) Fyrirgeföu. Eg get ekki stilt mig um að gera eins og sagt er um Bjarna rektor, þegar hann var að lesa húslestur í Vídalínspostillu og sagði upp úr lestrinum „Hvílík mælska!“ Mikið lán var það, bæði fyrir Matthías og íslenzkuna, að hann átti hana fyrir móðurmál.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.