Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 17

Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 17
BRÉF TIL SÉRA VALDIMARS BRIEM 191 og breyti’ okkur heldur í hesta, sem hneggja’ ekki neitt nema satt. Og mér er nær að halda, að sjálfri trúnni á Guð, per- sónulegan Guð, hafi stundum legið við falli. Ræð eg það ekki sízt af „Guð, minn Guð, eg hrópa,“ sem þú minnist á og segir, að skrifa þyrfti um heila ritgerð. Það er alveg satt, en sú ritgerð þyrfti að vera í þinni ritgerð. Því að þar er um höfuðatriði að tala í trúarsögu Matthíasar. Fyrir ofan kvæðið stendur, minnir mig: „Kveðið eftir vissan lestur.“ Matthías var sólginn í allskonar heimspeki og svo viðkvæmur, að því er sagt er, að þegar hann las eitthvað gáfulegt og viturlega sagt, þá var hann fljótur að fallast á það. Skilst mér, að þessi „lestur“ hafi haft þau áhrif á hann, að honum hafi fundizt allt vera að hrynja fyrir sér, öll hans lífsskoðun leika á reiðiskjálfi, og örvæntingin ginið við honum. En í ofboðinu grípur hann dauðahaldi í Guð, og sleppir ekki takinu fyrri en sigur er unninn og fullur friður kominn í sálina, eins og seinustu vísurnar sýna bezt. Eg kann ekki kvæðið, því mið- ur, 0g get ekki rakið þetta betur. Trúlegt þykir mér, að þessu líkt hafi oftar komið fyrir á æfi Matthíasar, en alltaf endað á sama hátt, með fullum sigri trúarinnar. Og svo hefir mér skilizt, að fyrir allmörgum árum hafi verið horfinn til fulls allur efi — meðfram fyrir áhrif spírit- ismans, því hann var víst fullkomlega sannfærður um sambandið við annan heim, og hafði, minnir mig, þótzt sjálfur verða var við það. Það er satt, sem þú segir, að til þess að fara út í þessa sálma, trúarbaráttuna í sál Matthíasar, þyrfti helzt að þekkja vel sálarlíf hans. En hjá því finnst mér ómögulega verða komizt, að fara út í það, er rita skal um trúarskáldið Matthías. Ýmislegt um það efni má líklega lesa út úr kvæðum hans — og bréfum hans, býst eg við. Og eg veit ekki, hvort nokkur annar stendur betur að vígi en þú. Þú hefir haft mikil persónuleg kynni af Matthíasi, bæði frá

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.