Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 21

Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 21
BRÉF TIL SÉRA VALDIMARS BRIEM 195 óþakkláta yfir þjóð ár og dag að skína? Ó, vor köldu glæpagjöld glata voru hrósi. Ó, þá fjöld, sem öld af öld eyðir Drottins Ijósi. En vér þráum þó að sjá þín dásemd aftur draga stráin dufti frá, dýrðar hái kraftur. Þreyzt ei enn í þúsund ár þungu stýra hjóli, meðan sár og mein og tár mæna að Drottins stóli. Og svo vísurnar, sem á eftir koma, hver annari fallegri. Það er sagt, að „allir vildu Lilju kveðið hafa.“ Hvað ætli Þá mætti segja um þetta kvæði? Og þó er svo undarlega hljótt um það, að það er sjaldan nefnt, þegar nefnd eru beztu kvæði Matthíasar. Og sama er reyndar um „Sefur Þú, sveinn og snót,“ sem er nærri því jafn ágætt. Einu sinni var eg samferða Matthíasi um Islandshaf. ^að var 1907. Eg spurði hann þá einu sinni, hvaða kvæði sitt honum þætti vænzt um. Hann sagði: „Islandsvísur." Þá þótti mér vænt um, og þóttist nú vita, að eg hefði ekki farið villt, þegar mér fannst svo mikið til um þær. Ekki man eg, hver það var, sem fyrstur kallaði Matthías >,skáldið af Guðs náð.“ Mig minnir, að það væri Norðmaður. Sézt mun það nafn á honum hafa á íslenzku, og það má ekki gleymast. Það lýsir betur Matthíasi en löng lýsing önnur, skáldinu, sem mest hefir átt af inspiration af öllum skáldum Islands fyr og síðar, að því er eg held.. Eg hefi sjálfsagt einhvern tíma sagt þér, að mér finnst vinnu- brögðum Matthíasar bezt lýst í kvæði því, sem hann hefir

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.