Kirkjuritið - 01.09.1948, Síða 30

Kirkjuritið - 01.09.1948, Síða 30
204 KIRKJURITIÐ inn á harðasprett. Var þannig riðið á nokkrum mínútum að Núpi, en það eru um 4 km. Ég þóttist sæmilega ríðandi, en var þó lengstum góðan spöl á eftir. Þegar að Núpi kom, varin presturinn sitt embættisverk með alvöru, háttprýði og samúð. Sjúkdómur Kristjáns tók að snúast til bata. Náði hann heilsu furðu fljótt. 1 þessi minningarorð vantaði mikið, ef ekki væri getið starfs séra Þórðar Ólafssonar í þágu barnafræðslunnar. Þegar hann hóf prestsstarfið í Dýrafjarðarþingum, var henni mjög ábótavant. Hafði þá eigi verið um aðra fræðslu að ræða en þá, er heimilin gátu veitt með aðstoð prestsins, en aðstaða heimilanna þar mjög misjöfn. Eins og áður er vikið að, kynnti séra Þórður sér nákvæmlega, í húsvitj- unarferðunum, ástandið í þessum efnum. Mátti heita, að hann vissi út í æsar um hvert einasta bam, í öllum sókn- unum, hve langt það var á veg komið; og þar sem honum þótti tilfinnanlega á bresta, lét hann ekki skorta uppörvun- arorð og góð ráð til úrbóta. Eftir 1890 var talsverð bót ráðin á barnafræðslunni. Mátti þá heita, að nokkra vetur væri fastráðinn barnakenn- ari í hreppnum. Sú framkvæmd komst í kring á þann veg, að árið 1892 réði búnaðarfélag hreppsins, sem stofnað var 1888, fastan ársmann, er vinna skyldi að jarðabótum að sumrinu, en barnakennslu að vetrinum. Áður hafði félagið ráðið sér búfræðing aðeins tíma og tíma til jarðabótavinnu. Séra Þórður réði miklu í félaginu, sem síðar verður getið. Mun hann hafa fýst að slá tvær flugur í einu höggi, þannig, að félagið réði ársmann, er gæti orðið að nokkru liði, bæði fyrir hug og hönd hreppsbúa. Þetta fyrirkomulag stóð að mestu óhaggað til ársins 1896 og reyndist það vinsælt. En ýms atvik réðu því, að næstu árin á eftir féll það að nokkru í mola. Mun barnafræðslunni þá heldur hafa hnignað. Leið svo fram yfir aldamót. Séra Þórði var þetta mikið áhyggju- efni, átti hann oft tal um það við mig og fleiri. Sagði hann,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.