Kirkjuritið - 01.09.1948, Síða 33

Kirkjuritið - 01.09.1948, Síða 33
SÉRA ÞÓRÐUR ÓLAFSSON 207 1 febrúar 1904 barst hreppsnefndinni erindi frá „Inn- sveitarmönnum, ‘ ‘ þar sem óánægju er lýst yfir skólastaðn- um. Út af þessu urðu síðar fundahöld og ýmiskonar stíma- brak. Allfjölmenn tillaga kom fram, um að skólanum væri valinn staður inni í Hjarðardalsþorpi. Hugir manna tvístruðust nú mjög — og einnig innan hreppsnefndarinnar — í þessu skólamáli. Komst það svo langt, að allar fram- kvæmdir féllu niður. Enda bezti liðsmaðurinn, séra Þórður Ólafsson, á förum, því að vorið 1904 fékk hann veitingu fyrir Sandaprestakalli og flutti þangað. Bjó hann fyrst á prestssetrinu Söndum en fluttist þaðan eftir nokkur ár til Þingeyrar. Vann hann þar mikið að menningu æskulýðsins með samkomum á kristilegum grundvelli og fleiru. Prestssetursjörðin Gerðhamrar er aðeins tæp 20 hundr- uð samkvæmt jarðamatinu frá 1861. Hún hefir þó verið talin með betri jörðum sveitarinnar. Gat þó eigi notazt að fullu, nema með talsverðum mannafla. Aðdrættir voru erfiðir, einkum að vetrinum, enda öll flutningatæki á þeim árum lítil og léleg bæði á sjó og landi. Við búskap sinn á Gerðhömrum var séra Þórður oft um of mannfár. Varð hann því einatt sjálfur að framkvæma erfiða aðdrætti fyrir heimilið. Var það einkum tilfinnanlegt að vetrinum, því að ekki væri efnahagur svo rúmur, að birgja mætti heim- ilið að haustinu. Var mér það kunnugt, að hann lagðist þá oft þreyttur til hvíldar að kvöldi. En hann lét það lítt á sig fá, svo að séð yrði, enda þá í blóma lífsins, vaskleika- maður og ekki í neinni vinsemd við munað og makindi. Hann var mikill áhugamaður um búskap. En áhuginn náði ekki síður til athafna og afkomu annara en hans sjálfs. öll hans sjónarmið voru fyrst og fremst reist á félagslegum grundvelli. Að sumrinu gekk séra Þórður því nær stöðugt að heyvinnu með fólki sínu. Enda liðtækur þar í bezta lagi. Hvern föstudag ætlaði hann sér þó einkum til undirbúnings næsta sunnudegi. Laugardaginn hafði hann til vara, ef svo féll. Einhvern tíma gat hann þess, í gamni, að hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.