Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 35

Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 35
SÉRA ÞÓRÐUR ÓLAFSSON 209 og ótrauSur liðsmaður þess, meðan hann bjó í hreppnum. Eftir það vann hann í stúkunni „Fortúnu" á Þingeyri, og í Reykjavík vann hann að bindindismálum til hins síðasta. Lestrarfélag Mýrahrepps var stofnað á gamlársdag 1894. Séra Þórður hafði vakið máls á nausyn þess félags- skapar þá fyrir 5 eða 6 árum og síðan haldið hugmyndinni vakandi, þar til jarðvegurinn mátti heita undirbúinn og nokkur liðsauki var fyrir hendi. Lestrarfélagið hefir starf- að síðan og átt góðan þátt í menningu sveitarinnar. — Þátt átti hann í stofnun hinna skipulagsbundnu þing- og héraðsmálafurída Vestur-lsafjarðarsýslu laust fyrir alda- mótin. Hafa þeir síðan verið árlega haldnir af kjörnum fulltrúum, úr öllum hreppum sýslunnar. Flesta fundina sat hann sem fulltrúi Mýra- eða Þingeyrarhrepps, þar til hann lét af prestsskap og flutti til Reykjavíkur. 1 stjórn Kaupfélags Dýrfirðinga var hann nokkur síðustu árin, sem hann bjó á Þingeyri. Um nokkurt skeið var hann í yfir- kjörstjórn kjördæmisins. Framboði til þingmennsku færð- ist hann jafnan undan. Lét þó til leiðast að vera í kjöri 1914, en beið lægra hlut með þriggja atkvæða mun. Þau hjónin séra Ölafur og María eignuðust 7 börn. Tvö þeirra dóu í æsku: Sigurður Ólafur og Margrét Ágústa. Hin eru: Katrín, gift Steini Ágústi Jónssyni framkvæmdastjóra. ^au eru búsett í Flatey á Breiðafirði. Vilborg, gift Valdimar Guðmundssyni, prentara. Sesselja, gift Óskari Árnasyni, stýrimanni. Sigurður, skrifstofustjóri og tónskáld, kvæntur Áslaugu Sveinsdóttur. Óskar, læknir, kvæntur Guðrúnu Sveinsdóttur. — Fjög- hv hin síðasttöldu eru búsett í Reykjavík. Dýrfirðingar munu lengi minnast hjónanna Maríu Isaks- dóttur og séra Þórðar Ólafssonar. Frú María var mikil othafnakona, gestrisin og ræðin, gáfuð og góðviljuð. Séra Þórður var, fyrir margra hluta sakir, einn hinna nýtustu 14

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.