Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 38

Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 38
Tírœð trúarhetja. Lesendur Kirkjuritsins munu kannast flestir við nafn Matthildar á Smáhömrum í Steingrímsfirði, sem varð 100 ára síðasta nýjársdag. Hefir verið ritað nokkuð um hana í blöðunum og rakinn æfiferill hennar. Ritstj. Kirkjurits- ins kom til hennar í sumar og fannst mikið til um að sjá hana og heyra. Hún sat teinrétt og tíguleg og virtist horfa á einhverja dýrlega sýn, þótt hún hafi verið blind í meira en tvo áratugi. Og yfir henni var þessi einkennilegi ljómi, sem stundum er yfir öldruðu fólki. Hún líkti sjálfri sér við moldarhrúgu, en þó hefði miskunn Guðs vakað yfir henni í 100 ár. Allt átti hún honum að þakka: „Hann hefir haldið í höndina á mér í hundrað ár. Ég hefi fundið það glöggt. Traust mitt á honum er ekki valt“. Hún sagði, að sér fyndist tíminn mjög fljótur að líða, þótt stundum væri einmanalegt að sitja í myrkrinu. ,,Ég hefi verið spurð að því, hvort mér þætti ekki sárt að missa sjónina, og þá er svar mitt þetta: Guð veit, hvað mér hentar bezt. Ef til vill hefir hann með þessu viljað beina sjón minni frá hégóma veraldarinnar". Talið berst að löngu liðnum tím- um. Ein minning virtist henni einna Ijúfust og hug- stæðust. Hún var á átjánda ári og nýtrúlofuð. Hún reið til kirkju að Felli með unnusta sínum og fleira fólki, og reiddi þriggja ára gamalt barn í fanginu. Vatnavextir voru miklir. 1 einni ánni datt hestur hennar og hún úr söðlinum með barnið í faðminum. Hún hugsaði um það eitt að halda því, og svo gat unnusti hennar bjargað báð- um. „Þannig hefir föðurforsjón Guðs verið. Hann hjálp- aði mér til þess að sleppa ekki barninu, hvað sem yfir dyndi“. Mér skildist, að líkt hefði verið farið allri hennar löngu æfi. Og nú lýsir trúin henni að leiðarlokum, hrein og sterk, þótt öðrum hæfileikum hennar hnigni. Má enn mikið læra af Matthildi á Smáhömrum.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.