Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 44

Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 44
218 KIRKJURITIÐ Séra Ólafur andaðist að heimili sínu Öxnalæk 12. ág. s. 1. Séra Ólafur er sá íslenzkra presta í seinni tíð, sem lengst hefir starfað í þjónustu kirkjunnar. Má segja, að hann hafi gegnt prestsstörfum óslitið í 59 ár. Séra Ólafur var jafnan atkvæðamikill kennimaður, snjall prédikari, söngmaður ágætur og naut almenns trausts og virðingar safnaða sinna. Séra Árni Þórarinsson var fæddur 20. janúar 1860 í Götu í Hrunamannahreppi í Árnesýslu. Hann lauk embættisprófi við Prestaskólann í Reykjavík árið 1886, og var veitt Mikla- holtsprestakall sama ár, og þjónaði því til fardaga 1934, er hann fékk lausn frá embætti. Hann var um skeið prófastur í Snæfellsnesprófastsdæmi. Hann kvæntist Önnu Maríu Elisa- betu Sigurðardóttur, og lifir hún mann sinn. Voru þau hjónin búsett í Reykjavík, eftir að hann lét af prestsstörfum. Og hér andaðist hann hinn 3. febrúar s. 1. Séra Ámi var fyrir margra hluta sakir sérkennilegur og minnisstæður maður öllum, sem þekktu hann. Hann var gáfu- maður, fróðleiksfús og minnugur svo að af bar. Frásagnargáfa hans var frábær og unun að heyra hann segja frá. Einlægur trúmaður, en gat verið óvæginn í orðum, ef því var að skipta, en þó vinsæll og tryggur vinur vina sinna. Séra Þorvarður Þorvarðsson var fæddur að Prestsbakka á Síðu 1. nóvember 1863. Útskrifaðist úr Prestaskóla íslands árið 1897 og var vígður 25. júní 1899 til Fjallaþinga, en veitt Mýrdalsþing 1907, og þjónaði þar fram til ársins 1934, er hann fékk lausn frá embætti. Hann var prófastur í N.-Þing- eyjarprófastsdæmi 1901—1906 og prófastur í V.-Skaftafells- prófastsdæmi frá 1931—1934. Hann var kvæntur Andreu Elísa- betu Þorvarðsdóttur, en hún andaðist 16. okt. 1929. Séra Þorvarður lézt að heimili sonar síns í Vík í Mýrdal 19. apríl s. 1. Séra Þorvarður var hið mesta ljúfmenni, einkar samvizku- samur og góður prestur, ráðhollur og hjálpsamur, enda mjög vinsæll af sóknarbömum sínum. Séra Þórður Ólafsson fæddist í Reykjavík 24. apríl 1863. Hann lauk embættisprófi við Prestaskólann í Reykjavík 1887 og var vígður 6. nóvember s. á. til Dýraf jarðarþinga, og þjónaði því kalli til fardaga 1929, er hann fékk lausn frá prestsþjónustu

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.