Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 47

Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 47
PRESTASTEFNAN 1948 221 veitt Prestsbakkaprestakall í Strandaprófastdæmi samkv. lög- mætri kosningu, er fram fór 13. þ. m. Einn þjónandi prestur lét af embætti á árinu, séra Jón Guðnason á Prestsbakka í Strandaprófastsdæmi, er skipaður var skjalavörður við Þjóðskjalasafnið. Séra Jón er fæddur 12. júní 1889 að Óspaksstöðum í Hrúta- firði. Stúdent 1912. Lauk guðfræðiprófi við Háskóla íslands 1915. Vígður 1. júní 1916 til Staðarhólsþinga. Veitt Suðurdala- þing 1918 og Prestsbakki í Hrútafirði 1928. Um leið og vér þökkum séra Jóni störf hans á liðnum árum fyrir kirkjuna, árnum vér honum heilla og gengis í því nýja starfi, er hann nú hefir á hendur tekizt. Þær breytingar hafa orðið á prestakallaskipun landsins á árinu, að samþykkt voru á síðasta Alþingi lög um fjölgun presta í Akureyrarprestakalli, þannig að þar verða framvegis tveir prestar. Fór prestskosning þar fram 13. þ. m. Hinn eini umsækjandi, séra Pétur Sigurgeirsson, var kjörinn lögmætri kosningu með 2243 atkv. og verður væntanlega skipaður sókn- arprestur þar næstu daga. Óveitt prestaköll eru þessi: 1. Hofteigsprestakall í N.-Múlaprófastsdæmi, en þjónustu þess annast sóknarpresturinn í Kirkjubæ. 2. Mjóafjarðarprestakall í S.-Múlaprófastsdæmi, er sóknar- presturinn í Nesprestakalli í Norðfirði þjónar. 3. Hofsprestakall í Álftafirði í S.-Múiaprófastsdæmi, og þjón- ar því sóknarpresturinn í Heydölum. 4. Sandfellsprestakall í A.-Skaftafellsprófastsdæmi, er sókn- arpresturinn í Bjamanesi þjónar. ö.Kálfafellsstaðarprestakall í sama prófastsdæmi, og þjónar Bjamanesprestur því einnig. 6. Þingvallaprestakall í Árnesprófastsdæmi. Þjónusta þess skiftist eins og að undanförnu milli prestanna á Mosfelli í Mosfellssveit og Mosfelli í Grímsnesi. 7. Staðarhraunsprestakall í Mýraprófastsdæmi, er séra Ste- fán Eggertsson þjónar sem ^ettur prestur. 8. Breiðabólsstaðarprestakall í Snæfellsnesprófastsdæmi, en því þjónar séra Sigurður M. Pétursson sem settur prestur.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.